Jóladagskrá Jónshúss 2022
Jóladagskrá Jónshúss verður fjölbreytt og stendur yfir á tímabilinu frá 10. nóvember til 22. desember.
Jólahlaðborð FEBG 3. desember í Jónshúsi
Klassískt Jólahlaðborð verður 3. desember. Pálmar Ólason leikur fallega kvöldverðartónlist. Húsið opnað kl. 18.15.
Sölusýning í tilefni jólanna 17. nóvember
Fimmtudaginn 17. óv, kl. 13:00 - 15:30, verður haldin sölusýning á handverki í Jónshúsi. Þáttakendur eru beðnir um að stilla upp varningi sínum fyrir hádegi þann 17. nóvember og hafa viðveru í Jónshúsi á meðan sýningu stendur.
Tískusýning í Jónshúsi 10. nóvember
Fimmtudaginn 10. nóvember kl. 13:30 verður haldin glæsileg tískusýning í Jónshúsi. Sýndur verður fatnaður frá Dalakofanum. Gestir eru hvattir til að skarta höttum á viðburðinum!
Sendum hlýju frá Íslandi
Það er með mikilli ánægju að við tilkynnum þátttöku Jónshúss, fyrir hönd Garðabæjar, í verkefninu Sendum hlýju frá Íslandi. Verkefnið hefst fimmtudaginn 6. október kl. 13:00 í Jónshúsi.
Aukum lífsgæði á efri árum!
Þriðjudaginn 1. nóvember kl. 13:30 í Jónshúsi, með Elísu Viðarsdóttur, næringarfræðingi og landsliðskonu í fótbolta.
Ball á Garðaholti 5. október
Ball á Garðaholti 5. október. Í tilefni af forvarnarvikunni bíður Garðabær upp samverustund með dansleik á Garðaholti.
Fræðsla og kynning á trérennismíði 27. september
Fræðsla og kynning verður á trérennismíði þriðjudaginn 27. september kl. 14:00 í Jónshúsi. Allir velkomnir.
Fjármál á efri árum – Kynning 6. september kl. 14:00
Þriðjudaginn 6. september kl. 14:00 í Jónshúsi, með Birni Berg Gunnarssyn, deildarstjóra greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Heilsuefling – Kynningarfundur í Jónshúsi 6. september kl. 16:15
Kynningarfundur í Jónshúsi þriðjudaginn 6. september kl. 16:15 á verkefninu Fjölþætt heilsuefling sem er á vegum Félags eldri borgara í Garðabæ (FEBG) og Janusar heilsueflingar.
Úrval Útsýn skemmtun í Jónshúsi 25. ágúst
Jónshús kynna: Úrval Útsýn skemmtun fimmtudaginn 25. ágúst 2022 kl. 19:30.
Ferð um Mosfellsbæ, Kjós og Hvalfjörð 1. september
Upplýsingar og ferðatilhögun vegna ferðar um Mosfellsbæ, Kjós og Hvalfjörð 1. september nk.
Dagsferð til Stykkishólms 24. ágúst 2022
Upplýsingar og ferðatilhögun vegna dagsferðar til Stykkishólms í ágúst 2022.
Ferð til Færeyja 19 september 2022
Upplýsingar og ferðatilhögun vegna ferðar til Færeyja í september 2022.
Afsláttarbók LEB 2022
Afsláttarbók LEB vegna ársins 2022 er nú tiltæk á rafrænu formati og einnig í gegnum Afsláttarappið Torgið. Eining er hægt að fá prentað eintak af afsláttarbók LEB í Jónshúsi.
Páskabingó í Jónshúsi 8. apríl kl. 13:00
Páskabingó verður haldið í Jónshúsi föstudaginn 8. apríl kl. 13:00. Spjaldið kostar 250 kr.
Góugleði – Dansiball
Við ætlum að dansa og gleðjast föstudaginn 25. mars kl. 20. Pálmar Ólason og hljómsveit leika fyrir dansi og nú er um að gera að skella sér í fjörið og dansa.
Vorferð á vegum FEBG
Farið verður í tveggja daga ferð um Suðurland 17.-18. maí á vegum félags eldriborgara í Garðabæ.
Hver er munurinn á venjulegri gleymsku og heilabilun?
Fræðsluerindi með Jóni Snædal öldrunarlækni fimmtudaginn 10. mars kl. 13:30 - 14:30 í Jónshúsi.
Aðalfundur FEBG – Fundargerð og skýrsla stjórna
Aðalfundur félags eldriborgara í Garðabæ var haldinn 28. Febrúar sl. í Miðgarði (nýja fjölnota íþróttahúsinu í Vetrarmýri) Dagskrá var hefðbundin, aðalfundarstörf. Stefanía Magnúsdóttir var fundarstjóri og Lára Kjartansdóttir fundarritari. Laufey Jóhannsdóttir fór yfir skýrslu stjórnar. Lagðir voru fram og samþykktir ársreikningar. Samþykkt að árgjaldið verði óbreytt 2.500 kr. Á [...]