Kæru félagar í FEBG

Hugur okkar allra er með íbúum Grindavíkur þessa dagana. Við erum tilbúin að leggja lið gerist þess þörf. Hvetjum alla eldri borgara úr Grindavík og eru tímabundið með aðsetur í Garðabæ að koma í Jónshús, félags-og íþróttastarf eldri borgara í Garðabæ og eiga stund með okkur. Jafnframt eru þau velkomin í félags – og íþróttastarfið á vegum FEBG.

Garðabær mun heldur ekki láta sitt eftir liggja. Vinna er hafin við að kortleggja hvernig hægt sé að styðja við hópinn sem dvelur í bænum.

Hvet ykkur öll til að bjóða Grindvíkinga velkomna og eiga stund með okkur. Samveran varðar svo miklu á stundum sem þessum.

Laufey Jóhannsd
Formaður FEBG