Félag eldri borgara Garðabæ

Félag aldraðra í Garðabæ er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir ásamt íþrótta- og tómstundastarfi í samvinnu við Jónshús.

Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, upplýsingar um ferðir og hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.

Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!

Fréttir

1818.04.2024

Stafræn félagsskírteini FEBG

Nú hafa félasgjöld í FEBG verið send til innheimtu og ættu allir félagar að hafa fengið rukkun í heimabankann sinn. Gömlu félagsskírteini eru útrunnin og komið að því að gefa út ný. Í ár höfum við tekið upp þá nýbreytni að gefa félagsskírteinið okkar út í stafrænu formi. En stafræn skírteini eru geymd í “veskis-öppum” á snjallsímum. Hægt er að geyma og nota stafræna skírteinið okkar í appinu Apple Wallet og íslenska appinu SmartWallet (Snjallveskið).

1515.04.2024

Ferð á Njáluslóðir 15. maí

Dagsferð þar sem Sigurbergur Árnasón leiðsögumaður fer með okkur á slóðir Hallgerðar Langbrókar og Njálsbrennu. Brottför frá Jónshúsi kl. 08:30.

1414.03.2024

Páskabingó í Jónshúsi

Hið árlega páskabingó verður haldið í Jónshúsi 22. mars kl. 13.00. Spjaldið kostar 300 kr. Posi verður á staðnum. Glæsilegir vinningar að venju.

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
Í morgun var glatt á hjalla við Jónshús þegar krakkarnir af leikskólanum Sjálandi komu og fögnuðu með okkur þegar lagður var blómsveigur við minnisvarða Jóns Sigurðssonar í tilefni Þjóðhátíðardagsins17. júní. Við sungum saman og krakkarnir fengu frostpinna en fullorðna fólkið fékk kaffi og meðlæti sem Garðar og Joanna útbjuggu með hjálp þeirra Júlíu og Stefáns sumarstarfsfólks Jónshúss.
Það var mjög gaman að heyra af því að stúlka sem nú er sumarstarfsmaður Sjálands minntist 
á að hún myndi vel hvað var gaman að taka þátt í þessum viðburði þegar hún var á leikskólanum🥰
Blómsveiginn báru þau Lára Kjartansdóttir ritari og Sturla Þorsteinsson, gjaldkeri í stjórn FEBG
með hjálp þeirra Halldóru Sifjar 5 ára og Grétars Loga 6 ára og Magnúsar Halldórssonar fánabera og stjórnarmanns FEBGImage attachmentImage attachment+5Image attachment

Í morgun var glatt á hjalla við Jónshús þegar krakkarnir af leikskólanum Sjálandi komu og fögnuðu með okkur þegar lagður var blómsveigur við minnisvarða Jóns Sigurðssonar í tilefni Þjóðhátíðardagsins17. júní. Við sungum saman og krakkarnir fengu frostpinna en fullorðna fólkið fékk kaffi og meðlæti sem Garðar og Joanna útbjuggu með hjálp þeirra Júlíu og Stefáns sumarstarfsfólks Jónshúss.
Það var mjög gaman að heyra af því að stúlka sem nú er sumarstarfsmaður Sjálands minntist
á að hún myndi vel hvað var gaman að taka þátt í þessum viðburði þegar hún var á leikskólanum🥰
Blómsveiginn báru þau Lára Kjartansdóttir ritari og Sturla Þorsteinsson, gjaldkeri í stjórn FEBG
með hjálp þeirra Halldóru Sifjar 5 ára og Grétars Loga 6 ára og Magnúsar Halldórssonar fánabera og stjórnarmanns FEBG
... Sjá meiraSjá minna

3 days ago
Verði okkur að góðu
Komum og gæðum okkur á þessari góðu súpu.

Verði okkur að góðu
Komum og gæðum okkur á þessari góðu súpu.
... Sjá meiraSjá minna

5 days ago

1 CommentComment on Facebook

Takk fyrir mig, súpan mjög góđ 🥣

Kæru félagar!
Hæ hó jibbý jei það er að koma 17. júní 🌞 
Við minnum á Þjóðahátíðina n.k. föstudag kl. 10.30 í garðinum við Jónshús. Þá koma leikskólabörnin af Leikskólanum Sjálandi og aðstoða okkur við að leggja blómsveig við minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Það verður sungið og trallað og börnum og fullorðnum er boðið upp á hressingu.

Kæru félagar!
Hæ hó jibbý jei það er að koma 17. júní 🌞
Við minnum á Þjóðahátíðina n.k. föstudag kl. 10.30 í garðinum við Jónshús. Þá koma leikskólabörnin af Leikskólanum Sjálandi og aðstoða okkur við að leggja blómsveig við minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Það verður sungið og trallað og börnum og fullorðnum er boðið upp á hressingu.
... Sjá meiraSjá minna

5 days ago
Vel heppnaðri Vestmannaeyjaferð lauk um kl. 22.30 við komuna í Garðabæ. Veðrið lék við okkur allan daginn. Keyrt var um Eyjuna undir dyggri leiðsögn Engilberts Gíslasonar varaformanns FEBG og Eyjamanns. Hádegismatur var borðaður á veitingastaðnum Slippnum og drekkutíminn var á Skansinum. Takk fyrir frábæra ferð.Image attachmentImage attachment+7Image attachment

Vel heppnaðri Vestmannaeyjaferð lauk um kl. 22.30 við komuna í Garðabæ. Veðrið lék við okkur allan daginn. Keyrt var um Eyjuna undir dyggri leiðsögn Engilberts Gíslasonar varaformanns FEBG og Eyjamanns. Hádegismatur var borðaður á veitingastaðnum Slippnum og drekkutíminn var á Skansinum. Takk fyrir frábæra ferð. ... Sjá meiraSjá minna

6 days ago

6 CommentsComment on Facebook

Frábær ferð og veðrir gat ekki verið betra☀️

Takk fyrir góða og skemmtilega ferð

Kærar þakkir fyrir frábæran dag

View more comments

Sjá fleiri