Félag eldri borgara Garðabæ

Félag aldraðra í Garðabæ er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir ásamt íþrótta- og tómstundastarfi í samvinnu við Jónshús.

Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, upplýsingar um ferðir og hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.

Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!

Fréttir

1313.03.2023

Ferð til Portúgal 18. – 22. september

Mjög spennandi ferð til Lissabon í Portúgal í september er komin á dagskrá. Leiguflug með Play Air, fjögurra stjörnu hótel miðsvæðis, ferðir til og frá flugvelli og fararstjóri Lilja Hilmarsdóttir sem er mjög kunnug staðháttum. Skoðunarferðir um borgina og nágrenni í boði.

1313.03.2023

Ferðir á vegum FEBG á árinu

Nokkrar ferðir eru nú þegar skipulagðar á vegum FEBG á árinu 2023. Til dæmis ferð í Dalina og um uppsveitir suðurlands í ágúst, um Reykjanes og Akranes í september, til Lissabon í Portúgal í september og aðventuferð til Heidelberg í desember. Allar ferðirnar verða bókanlegar á Sportabler í maí. Merkið við í dagatalið!

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
Dansbandið lék fyrir dansi í Jónshúsi í gær. Dúndrandi stuð og gleði. Allir svo glaðir og stuð. Mikið dansað nýir, gamlir,tvist, djæf og tjúttað allir danstaktar æfðir og auðvitað var svo línudansinn í bland með þessu öllu.Image attachmentImage attachment+Image attachment

Dansbandið lék fyrir dansi í Jónshúsi í gær. Dúndrandi stuð og gleði. Allir svo glaðir og stuð. Mikið dansað nýir, gamlir,tvist, djæf og tjúttað allir danstaktar æfðir og auðvitað var svo línudansinn í bland með þessu öllu. ... Sjá meiraSjá minna

1 day ago

Comment on Facebook

Það var mikið fjör.allir skémtu sér vel. Takk fyrir skémtilega kvöld Með góðu fólki. 💃🏻💐

Skemmtiegt alltaf og stuð á böllunum í Jónshúsi <3

Það hefur verið mikið stuð og gaman 💃🕺🏻💃🕺🏻

Glæsilegt 🌹

Flottar myndir og mikil gleði hjá ykkur.

Flott ball 👏👏

🥰😍👍

View more comments

Var ekki bara smá vísir af vori í dag enda kominn miður mars og góan að verða búin. Annars er hann búinn að vera kaldur seinustu dagana. 

í vikunni fengum við fróðlegan fyrirlestur frá TR um réttindi og mögulega lífeyri og lífeyrisútreikninga í reiknivél sem TR er með á heimasíðu sinni. Þar er hægt að stilla upp ýmsum sviðsmyndum við að reikna út tekjurnar.

Hóparnir eru duglegir að mæta í hin ýmsu námskeið í hreyfingu sem FEBG bíður upp á.

Í vikunni gerum við ráð fyrir að fá fulltrúa frá Taflfélagi Garðabæjar til að styðja við FEBG á skákæfingu í Jónshúsi og verður fyrsta æfingin fimmtudaginn 23. mars kl 13.00.

Á morgun laugardag 18. mars er svo dansleikur í Jónshúsi og leikur Dansbandið fyrir dansi kl 20. Barinn opinn og posi á staðnum.
Endilega fjölmennið á ballið.Image attachmentImage attachment+5Image attachment

Var ekki bara smá vísir af vori í dag enda kominn miður mars og góan að verða búin. Annars er hann búinn að vera kaldur seinustu dagana.

í vikunni fengum við fróðlegan fyrirlestur frá TR um réttindi og mögulega lífeyri og lífeyrisútreikninga í reiknivél sem TR er með á heimasíðu sinni. Þar er hægt að stilla upp ýmsum sviðsmyndum við að reikna út tekjurnar.

Hóparnir eru duglegir að mæta í hin ýmsu námskeið í hreyfingu sem FEBG bíður upp á.

Í vikunni gerum við ráð fyrir að fá fulltrúa frá Taflfélagi Garðabæjar til að styðja við FEBG á skákæfingu í Jónshúsi og verður fyrsta æfingin fimmtudaginn 23. mars kl 13.00.

Á morgun laugardag 18. mars er svo dansleikur í Jónshúsi og leikur Dansbandið fyrir dansi kl 20. Barinn opinn og posi á staðnum.
Endilega fjölmennið á ballið.
... Sjá meiraSjá minna

3 days ago
Skemmtileg vika framundan

Skemmtileg vika framundan ... Sjá meiraSjá minna

3 days ago
Munið dansleikinn 18. mars. Dansbandið verður í góðum gír.
Barinn opinn og posi á staðnum

Munið dansleikinn 18. mars. Dansbandið verður í góðum gír.
Barinn opinn og posi á staðnum
... Sjá meiraSjá minna

5 days ago
Sjá fleiri