Félag eldri borgara Garðabæ
Félag aldraðra í Garðabæ er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir ásamt íþrótta- og tómstundastarfi í samvinnu við Jónshús.
Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, upplýsingar um ferðir og hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.
Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!
Fréttir
Stundarskrá – Haust 2024
Stundarskrá haustins er komin inn á vefinn.
Kynningardagur 22. ágúst
Fimmtudaginn 22. ágúst verður haldinn kynningardagur í Jónshúsi kl. 13:00 - 14:30.
Ferðir í Bónus
Bónusrútan hefur aftur akstur mánudaginn 26. ágúst. Brottför frá Jónshúsi er kl. 12:40 alla mánudaga.
Iceland Hotel Collection býður afslátt til eldri borgara
Iceland Hotel Collection býður afslátt til félagsmanna Landssambands eldri borgara og þar með til allra félaga í FEBG. Meðan beðið er eftir að afslátturinn birtist í Spara appinu og afsláttarbókinni 2025 vilja þau senda félagsmönnum upplýsingar þennan afslátt þar sem hann hefur nú þegar tekið gildi.
Ferð um sunnanvert Snæfellsnes 27. ágúst
Við minnum á ferðina um sunnanvert Snæfellsnes þann 27. ágúst nk. Verð kr. 17.990. Innifalið er rútuferð, hádegisverður, leiðsögn og aðgangur að söfnum.
Skrifstofa lokuð vegna sumarleyfa
Skrifstofa Félags eldri borgara í Garðabæ (FEBG) verður lokuð vegna sumarleyfa frá mánudeginum 1. júlí - þriðjudagsins 6. ágúst.