Félag eldri borgara Garðabæ

Félag aldraðra í Garðabæ er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir ásamt íþrótta- og tómstundastarfi í samvinnu við Jónshús.

Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, upplýsingar um ferðir og hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.

Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!

Fréttir

707.01.2025

Þorrablót 2025

Þorrablót FEBG 2025 verður haldið laugardaginn 25. janúar kl. 19:00. Húsið opnar kl. 18:30. Verð kr. 9.800. Skráning í Abler fyrir 17. janúar.

1919.12.2024

Hátíðarkveðja 🎄

Félag eldri borgara í Garðabæ sendir félögum sínum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og gæfuríkt nýtt ár. Með kærri þökk fyrir samveruna á árinu. 🎄

1818.12.2024

Áramótahugleiðingar 🎉

Nú líður senn að lokum árs sem hefur verið mjög starfssamt hjá Félagi eldri borgara í Garðabæ og mikill fjöldi tekið þátt í því sem í boði hefur verið. Þegar þetta er skrifað eru skráðir félagar í FEBG rétt tæplega 2200.