Félag eldri borgara Garðabæ
Félag aldraðra í Garðabæ er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir ásamt íþrótta- og tómstundastarfi í samvinnu við Jónshús.
Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, upplýsingar um ferðir og hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.
Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!
Fréttir
Fræðsla og fróðleikur framundan
Donald Trump eða Kamala Harris? - Hvernig höldum við heilsunni? Hvort viltu vera gleðigjafi eða fýlupúki?
Leiðsögn í notkun á snjalltækjum. Hefst 24. september.
FEBG býður upp á leiðsögn í notkun á snjallsímum, spjaldtölvum og fartölvum. Leiðbeint verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 11:00 - 12:00. Leiðsögnin hefst þriðjudaginn 24. september.
Boccia kynning í íþróttahúsinu Ásgarði 19. september
Kynningardagur í Boccia verður fimmtudaginn 19. september í íþróttahúsinu Ásgarði kl. 11:15. Komið og kynnið ykkur skemmtilega íþrótt.
Eirbyggja saga – Námskeið hefst 19. september
Nýtt Íslendingasagnanámskeið hefst 19. september. Tekin verður fyrir Eyrbyggja saga. Leiðbeinandi er Magnús Torfason.
Stundarskrá – Haust 2024
Stundarskrá haustins er komin inn á vefinn.
Kynningardagur 22. ágúst
Fimmtudaginn 22. ágúst verður haldinn kynningardagur í Jónshúsi kl. 13:00 - 14:30.