Félag eldri borgara Garðabæ

Félag aldraðra í Garðabæ er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir ásamt íþrótta- og tómstundastarfi í samvinnu við Jónshús.

Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, upplýsingar um ferðir og hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.

Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!

Fréttir

101.07.2024

Iceland Hotel Collection býður afslátt til eldri borgara

Iceland Hotel Collection býður afslátt til félagsmanna Landssambands eldri borgara og þar með til allra félaga í FEBG. Meðan beðið er eftir að afslátturinn birtist í Spara appinu og afsláttarbókinni 2025 vilja þau senda félagsmönnum upplýsingar þennan afslátt þar sem hann hefur nú þegar tekið gildi.

1818.04.2024

Stafræn félagsskírteini FEBG

Nú hafa félasgjöld í FEBG verið send til innheimtu og ættu allir félagar að hafa fengið rukkun í heimabankann sinn. Gömlu félagsskírteini eru útrunnin og komið að því að gefa út ný. Í ár höfum við tekið upp þá nýbreytni að gefa félagsskírteinið okkar út í stafrænu formi. En stafræn skírteini eru geymd í “veskis-öppum” á snjallsímum. Hægt er að geyma og nota stafræna skírteinið okkar í appinu Apple Wallet og íslenska appinu SmartWallet (Snjallveskið).

1515.04.2024

Ferð á Njáluslóðir 15. maí

Dagsferð þar sem Sigurbergur Árnasón leiðsögumaður fer með okkur á slóðir Hallgerðar Langbrókar og Njálsbrennu. Brottför frá Jónshúsi kl. 08:30.

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

... Sjá meiraSjá minna

4 days ago

1 CommentComment on Facebook

Er Smiðjan opin á fimmtudögum?

Fimir á ferð í Elliðaárdal
N.k. þriðjudag 23. júli verður gengið um Elliðaárdalinn. Safnast verður saman í bíla við Jónshús kl. 10.00. Bílastæði er við gömlu rafstöðina. Gangan er ca 5.6. km um mjög fallegt svæði dalsins. Kaffi í Jónshúsi að lokinni göngu.
Myndir frá síðustu göngu í og við Búrfellsgjá.Image attachment

Fimir á ferð í Elliðaárdal
N.k. þriðjudag 23. júli verður gengið um Elliðaárdalinn. Safnast verður saman í bíla við Jónshús kl. 10.00. Bílastæði er við gömlu rafstöðina. Gangan er ca 5.6. km um mjög fallegt svæði dalsins. Kaffi í Jónshúsi að lokinni göngu.
Myndir frá síðustu göngu í og við Búrfellsgjá.
... Sjá meiraSjá minna

1 week ago

1 CommentComment on Facebook

Kikir ein Holtasoley inn a milli....Hvit ad sjalfsogdu....

FIMIR Á FERÐ.
Gengið verður um Búrfellsgjá, þriðjudaginn 9. júlí.
Safnast saman í bíla kl.10. við Jónshús.
Áð verður inn við Búrfallsgjá svo gott er að hafa nesti og drykki meðferðis.
Lengd göngu ca 5. km.
Bílastæði við Heiðmerkuveg fyrir austan Vífilstaðahlíð.
Myndir úr síðustu göngu við Vífilsstaðavatn sýnir bæði fólk og náttúru sem víða er svo falleg innan bæjarmarka GarðabæjarImage attachment

FIMIR Á FERÐ.
Gengið verður um Búrfellsgjá, þriðjudaginn 9. júlí.
Safnast saman í bíla kl.10. við Jónshús.
Áð verður inn við Búrfallsgjá svo gott er að hafa nesti og drykki meðferðis.
Lengd göngu ca 5. km.
Bílastæði við Heiðmerkuveg fyrir austan Vífilstaðahlíð.
Myndir úr síðustu göngu við Vífilsstaðavatn sýnir bæði fólk og náttúru sem víða er svo falleg innan bæjarmarka Garðabæjar
... Sjá meiraSjá minna

3 weeks ago

1 CommentComment on Facebook

Dugnadar folk.......

Ágætu félagar hérna kemur boð um aflsátt sem þið getið e.t.v. nýtt ykkur í sumar:

Iceland Hotel Collection ætlar að bjóða afslátt til félagsmanna Landssambands eldri borgara og þar með til allra félaga í FEBG. Meðan beðið er eftir að afslátturinn birtist í Spara appinu og afsláttarbókinni 2025 vilja þau senda félagsmönnum upplýsingar um þennan afslátt þar sem hann hefur nú þegar tekið gildi.

Veitingar
Eldri borgarar fá 15% afslátt af veitingum gegn framvísun félagsskírteinis. Sýna skal félagsskírteini áður en viðskipti og greiðsla fer fram. Gildir ekki með öðrum tilboðum, á Slippbarnum gildir afslátturinn sunnudag-fimmtudag en á hinum stöðunum gildir hann alla vikuna.
Afsláttur gildir á eftirfarandi veitingastöðum okkar:
 Myllan Restaurant (Mývatn)
 Lyng Restaurant (Egilsstaðir)
 Aurora Restaurant (Akureyri)
 Satt Restaurant (Reykjavík)
 Slippbarinn (Reykjavík) (Gildir sunnudag-fimmtudag)

Gisting
Eldri borgarar fá 15% afslátt af gistingu. Gildir ekki með öðrum tilboðum. Afslátturinn gildir á eftirtöldum eignum okkar:
 Berjaya Mývatn Hótel
 Berjaya Hérað Hótel
 Berjaya Akureyri Hótel
 Berjaya Höfn Hótel
 Berjaya Reykjavík Natura Hótel
 Berjaya Reykjavík Marina Hótel
 Eddu hótel Akureyri og Egilsstöðum
 Alda hótel Reykjavík

Bókanlegt á heimasíðu okkar með að nota tilboðskóðann LEB24 eða smella á bókunarhlekkinn hér.
Einnig hægt að hringja eða senda tölvupóst á hótelið sjálft
... Sjá meiraSjá minna

4 weeks ago
Sjá fleiri