Félag eldri borgara Garðabæ

Félag aldraðra í Garðabæ er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir ásamt íþrótta- og tómstundastarfi í samvinnu við Jónshús.

Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, upplýsingar um ferðir og hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.

Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!

Fréttir

1414.11.2023

Vegna jarðhræringa í Grindavík

Kæru félagar í FEBG. Hugur okkar allra er með íbúum Grindavíkur þessa dagana. Við erum tilbúin að leggja lið gerist þess þörf. Hvetjum alla eldri borgara úr Grindavík og eru tímabundið með aðsetur í Garðabæ að koma í Jónshús, félags-og íþróttastarf eldri borgara í Garðabæ og eiga stund með okkur. Jafnframt eru þau velkomin í félags - og íþróttastarfið á vegum FEBG.

3131.10.2023

Landsátak í sundi – Syndum saman í kringum Ísland!

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2023. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi með því að synda.  Átakið var formlega sett á laggirnar árið 2021 og fer nú fram í þriðja skipti.

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
Athugiðað tónleikarnir falla niður í dag

Athugiðað tónleikarnir falla niður í dag ... Sjá meiraSjá minna

2 days ago
Spennandi dagskrá á aðventunni

Spennandi dagskrá á aðventunni ... Sjá meiraSjá minna

3 days ago
FEBG er alltaf að reyna að vera með áhugaverða dagskrá og fjölbreytta hreyfingu í starfinu þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

Janus heilsuefling er alltaf með göngu fyrir þátttakendurna á mánudögum.
Yfirleitt er gangan á Stjörnuvellinum. En yfir dimmustu vetrarmánuðina er gengið í Miðgarði og var gengið þar sl mánudag.
Rétt er að benda á að Miðgarður, efri hæðin, er alltaf opinn fyrir eldri borgara.

Línudansinn vekur allta mikla lukku og alla þriðjudaga eru tveir hópar í línudansi undir góðri leiðsögn hennar Önnu.
Á ballinu sl fimmtudag sást vel hve línudansinn er vinsæll.

Stólajógakonurnar úr FEBG komu svo saman  í föstudagsstemmara í síðustu viku. 
Á fimmtudaginn var skemmtikvöld á vegum Úrvals-Útsýnar tókst afar vel og gaman að sjá hve vel allir skemmtu sér.

Í vikunni framundan verður Garðakórinn með söngskemmtun í Jónshús, félags-og íþróttastarf eldri borgara í Garðabæ, þann 30. nóv kl 14.15.

Jólahlaðborðið á vegum félagsins verður 9. Desember og svo er kominn tími til þess að skipuleggja tómstundir og hreyfingu á nýju ári.
Námskeiðin eru bókanleg í sportabler.com/shop/gardabaer/febgImage attachmentImage attachment+5Image attachment

FEBG er alltaf að reyna að vera með áhugaverða dagskrá og fjölbreytta hreyfingu í starfinu þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

Janus heilsuefling er alltaf með göngu fyrir þátttakendurna á mánudögum.
Yfirleitt er gangan á Stjörnuvellinum. En yfir dimmustu vetrarmánuðina er gengið í Miðgarði og var gengið þar sl mánudag.
Rétt er að benda á að Miðgarður, efri hæðin, er alltaf opinn fyrir eldri borgara.

Línudansinn vekur allta mikla lukku og alla þriðjudaga eru tveir hópar í línudansi undir góðri leiðsögn hennar Önnu.
Á ballinu sl fimmtudag sást vel hve línudansinn er vinsæll.

Stólajógakonurnar úr FEBG komu svo saman í föstudagsstemmara í síðustu viku.
Á fimmtudaginn var skemmtikvöld á vegum Úrvals-Útsýnar tókst afar vel og gaman að sjá hve vel allir skemmtu sér.

Í vikunni framundan verður Garðakórinn með söngskemmtun í Jónshús, félags-og íþróttastarf eldri borgara í Garðabæ, þann 30. nóv kl 14.15.

Jólahlaðborðið á vegum félagsins verður 9. Desember og svo er kominn tími til þess að skipuleggja tómstundir og hreyfingu á nýju ári.
Námskeiðin eru bókanleg í sportabler.com/shop/gardabaer/febg
... Sjá meiraSjá minna

6 days ago
Ljúf söngstund

Ljúf söngstund ... Sjá meiraSjá minna

1 week ago
Sjá fleiri