Félag eldri borgara Garðabæ

Félag aldraðra í Garðabæ er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir ásamt íþrótta- og tómstundastarfi í samvinnu við Jónshús.

Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, upplýsingar um ferðir og hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.

Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!

Fréttir

1818.04.2024

Stafræn félagsskírteini FEBG

Nú hafa félasgjöld í FEBG verið send til innheimtu og ættu allir félagar að hafa fengið rukkun í heimabankann sinn. Gömlu félagsskírteini eru útrunnin og komið að því að gefa út ný. Í ár höfum við tekið upp þá nýbreytni að gefa félagsskírteinið okkar út í stafrænu formi. En stafræn skírteini eru geymd í “veskis-öppum” á snjallsímum. Hægt er að geyma og nota stafræna skírteinið okkar í appinu Apple Wallet og íslenska appinu SmartWallet (Snjallveskið).

1515.04.2024

Ferð á Njáluslóðir 15. maí

Dagsferð þar sem Sigurbergur Árnasón leiðsögumaður fer með okkur á slóðir Hallgerðar Langbrókar og Njálsbrennu. Brottför frá Jónshúsi kl. 08:30.

1414.03.2024

Páskabingó í Jónshúsi

Hið árlega páskabingó verður haldið í Jónshúsi 22. mars kl. 13.00. Spjaldið kostar 300 kr. Posi verður á staðnum. Glæsilegir vinningar að venju.

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

... Sjá meiraSjá minna

2 days ago
Í dag 15. maí var ferð á vegum FEBG á Njáluslóðir. Afar vel heppnuð ferð.
Dagsferð og var Sigurbergur Árnason leiðsögumaður með hópnum, farið var á slóðir Gunnars á Hlíðarenda, Hallgerðar Langbrókar og Bergþóru og Njálsbrennu.  Við fórum frá Jónshúsi og við byjuðum á stoppi hjá Almari bakara á Selfossi, með kaffi og kleinum.  Þessu næst var haldið að Laugardælakirkju austan við Selfoss. Þar var  sagt frá Bobby Fischer afrekum hans og sögu.. 
Næst lá leiðin að Odda á Rangárvöllum, sagt frá staðnum og sögunni. Við fengum frábæra staðarfrásögn hjá Sr. Elínu Hrund Kristjánsdóttur. 
Fórum yfir sögu Sæmundar Fróða. Næsti viðkomustaður var að Keldum, skoðuðum staðinn og fengum upplýsingar um grjóthleðslur og margt fleira.
Nú lá leiðin í Björkina á Hvolsvelli og snæddum hádegisverð í matinn var; steiktur fiskur og sveppasúpa. Nú lá  leiðin í Fljótshlíðina. Ekið að Hlíðarenda önduðum að okkur sögunni í logni og fallegu veðri. Horfðumn yfir í Gunnarshólma þar sem Gunnar sneri aftur. Og komum líka við og gengum að Skuggafossi.
Næst lá leiðin suður að Bergþórshvoli áður en haldið var í Garðabæinn  með stoppi á Hvolsvelli.
Sigurbergur Árnason var leiðsögumaður í ferðinni og Hallgrímur var bílstjórinn frá GJ travel. Eðal hópur var þarna á ferðinni.🥰Image attachmentImage attachment+Image attachment

Í dag 15. maí var ferð á vegum FEBG á Njáluslóðir. Afar vel heppnuð ferð.
Dagsferð og var Sigurbergur Árnason leiðsögumaður með hópnum, farið var á slóðir Gunnars á Hlíðarenda, Hallgerðar Langbrókar og Bergþóru og Njálsbrennu. Við fórum frá Jónshúsi og við byjuðum á stoppi hjá Almari bakara á Selfossi, með kaffi og kleinum. Þessu næst var haldið að Laugardælakirkju austan við Selfoss. Þar var sagt frá Bobby Fischer afrekum hans og sögu..
Næst lá leiðin að Odda á Rangárvöllum, sagt frá staðnum og sögunni. Við fengum frábæra staðarfrásögn hjá Sr. Elínu Hrund Kristjánsdóttur.
Fórum yfir sögu Sæmundar Fróða. Næsti viðkomustaður var að Keldum, skoðuðum staðinn og fengum upplýsingar um grjóthleðslur og margt fleira.
Nú lá leiðin í Björkina á Hvolsvelli og snæddum hádegisverð í matinn var; steiktur fiskur og sveppasúpa. Nú lá leiðin í Fljótshlíðina. Ekið að Hlíðarenda önduðum að okkur sögunni í logni og fallegu veðri. Horfðumn yfir í Gunnarshólma þar sem Gunnar sneri aftur. Og komum líka við og gengum að Skuggafossi.
Næst lá leiðin suður að Bergþórshvoli áður en haldið var í Garðabæinn með stoppi á Hvolsvelli.
Sigurbergur Árnason var leiðsögumaður í ferðinni og Hallgrímur var bílstjórinn frá GJ travel. Eðal hópur var þarna á ferðinni.🥰
... Sjá meiraSjá minna

5 days ago

2 CommentsComment on Facebook

Frábær ferð í alla staði. Farastjóri, bílstjóri og ferðafélagar fyrsta flokks. Takk fyrir okkur 😀

Gaman að sjá þessar myndir frá ferðinni ykkar..En við hjónin vorum á sömu slóðum og þið daginn áður..

Skrifstofa FEBG verður lokuð í dag vegna ferðar á Njáluslóðir. Verður opið á morgun frá 10 - 12 ... Sjá meiraSjá minna

5 days ago
Kópavogsbúar bjóða Garðbæingum og fleirum til Götugöngu n.k. þriðjudag 14.5. kl. 13.00. Ræsing verður við Breiðablið, Dalsmára 5
Nánari upplýsingar á auglýsingunni.

Kópavogsbúar bjóða Garðbæingum og fleirum til "Götugöngu" n.k. þriðjudag 14.5. kl. 13.00. Ræsing verður við Breiðablið, Dalsmára 5
Nánari upplýsingar á auglýsingunni.
... Sjá meiraSjá minna

1 week ago
Sjá fleiri