Félag eldri borgara Garðabæ
Félag aldraðra í Garðabæ er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir ásamt íþrótta- og tómstundastarfi í samvinnu við Jónshús.
Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, upplýsingar um ferðir og hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.
Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!
Fréttir
Ferð til Portúgal 18. – 22. september
Mjög spennandi ferð til Lissabon í Portúgal í september er komin á dagskrá. Leiguflug með Play Air, fjögurra stjörnu hótel miðsvæðis, ferðir til og frá flugvelli og fararstjóri Lilja Hilmarsdóttir sem er mjög kunnug staðháttum. Skoðunarferðir um borgina og nágrenni í boði.
Ferðir á vegum FEBG á árinu
Nokkrar ferðir eru nú þegar skipulagðar á vegum FEBG á árinu 2023. Til dæmis ferð í Dalina og um uppsveitir suðurlands í ágúst, um Reykjanes og Akranes í september, til Lissabon í Portúgal í september og aðventuferð til Heidelberg í desember. Allar ferðirnar verða bókanlegar á Sportabler í maí. Merkið við í dagatalið!
Páskabingó föstudaginn 31. mars kl. 13
Páskabingó föstudaginn 32. mars kl. 13:00 í Jónshúsi, spjaldið kostar 300 kr. Athugið ekki er posi á staðnum. Glæsilegir vinningar.
Dansleikur í Jónshúsi, Góugleði þann 18. mars
Kynningarfundur í Jónshúsi Strikinu 6 þriðjudaginn 28. feberúar kl. 16:00. Í mars verður tekinn inn nýr hópur þátttakenda. Við hvetjum alla áhugasama til þess að mæta.
Janus heilsuefling – Kynningarfundur 28. febrúar kl. 16:00
Kynningarfundur í Jónshúsi Strikinu 6 þriðjudaginn 28. feberúar kl. 16:00. Í mars verður tekinn inn nýr hópur þátttakenda. Við hvetjum alla áhugasama til þess að mæta.
Kynningarfundur 2. mars í Jónshúsi kl. 13:00
Lilja Hilmarsdóttir fararstjóri kynnir nýjar ferðir á vegum FEBG, annars vegar ferð til Lissabon í september og hins vegar aðventuferð til Heidelberg í desember.