Félag eldri borgara Garðabæ

Félag aldraðra í Garðabæ er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir ásamt íþrótta- og tómstundastarfi í samvinnu við Jónshús.

Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, upplýsingar um ferðir og hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.

Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!

Fréttir

1313.02.2024

Aðalfundarboð FEBG 4. mars 2024

Aðalfundur Félags Eldri borgara í Garðabæ fyrir árið 2023 verður haldinn mánudaginn 4. Mars 2024 kl. 13.30 í félagsmiðstöð Eldri borgara Jónshúsi að Strikinu 6.

2626.01.2024

Vorferð til Prag 5 – 9 maí 2024

Prag er einstaklega glæsileg borg! Borg menningar, mennta og lista! Með allar sínar byggingar frá miðöldum óskemmdar, sem kemur til að því að Þjóðverjar hernámu Tékkland í upphafi stríðs og landið slapp við loftárásir. Farnar verða áhugaverðar skoðunar- og gönguferðir.

2424.01.2024

Innanlandsferðir á vegum FEBG árið 2024

Í ár býður félagið upp á fjölbreyttar innanlandsferðir líkt og undanfarin ár. Farið verður á nýjar slóðir í bland við þær hefðbundnu. Í ár verða eftirfarandi ferðir í boði; í maí er ferð á Njáluslóðir. Í júní er ferð til Vestmannaeyja. Í ágúst er ferð um sunnanvert Snæfellsnes og í september er styttri ferð um Akranes, Hvalfjörð og Kjós. Í öllum ferðum er miðað við lágmarksþátttöku 28 manns.

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
Það var mjög fjölmennt í félagsvistinni á vegum FEBG í Jónshús, félags-og íþróttastarf eldri borgara í Garðabæ í gær. En eins og alla föstudaga stendur FEBG fyrir félagsvistinni. Þau Magnús  og Stefanía Magnúsdóttir héldu utan um félagsvistina í gær. Það eru félagar í FEBG sem skipta því verkefni á milli sín að sjá til þess að allt fari vel og rétt fram.Image attachmentImage attachment+1Image attachment

Það var mjög fjölmennt í félagsvistinni á vegum FEBG í Jónshús, félags-og íþróttastarf eldri borgara í Garðabæ í gær. En eins og alla föstudaga stendur FEBG fyrir félagsvistinni. Þau Magnús og Stefanía Magnúsdóttir héldu utan um félagsvistina í gær. Það eru félagar í FEBG sem skipta því verkefni á milli sín að sjá til þess að allt fari vel og rétt fram. ... Sjá meiraSjá minna

21 hours ago
Í Jónshúsi kl 13.30-15.00 næsta þriðjudag 27. feb

Í Jónshúsi kl 13.30-15.00 næsta þriðjudag 27. feb ... Sjá meiraSjá minna

2 days ago
Dagskráin næstu viku. Á þriðjudaginn gefst tækifæri til að hitta bæjarstjóra Garðabæjar. Hann verður með skrifborðið sitt í Jónshúsi þriðjudaginn 27. feb kl 13.30-15.00

Dagskráin næstu viku. Á þriðjudaginn gefst tækifæri til að hitta bæjarstjóra Garðabæjar. Hann verður með skrifborðið sitt í Jónshúsi þriðjudaginn 27. feb kl 13.30-15.00 ... Sjá meiraSjá minna

2 days ago
FEBG er með mjög fjölbreytt starf á vegum féagsins.
Öll námskeið í hreyfingu og tómstundum. Og nær allar ferðir á vegum FEBG er bókað í bókunarkerfinu sportabler.
Hjálagt eru leiðbeiningar sem gott er að hafa til hliðsjónar við skráningu. 
Svo má leita til skrifstofunnar og í Jónshús til að fá aðstoð
FEBG

FEBG er með mjög fjölbreytt starf á vegum féagsins.
Öll námskeið í hreyfingu og tómstundum. Og nær allar ferðir á vegum FEBG er bókað í bókunarkerfinu sportabler.
Hjálagt eru leiðbeiningar sem gott er að hafa til hliðsjónar við skráningu.
Svo má leita til skrifstofunnar og í Jónshús til að fá aðstoð
FEBG
... Sjá meiraSjá minna

3 days ago
Sjá fleiri