Félag eldri borgara Garðabæ
Félag aldraðra í Garðabæ er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir ásamt íþrótta- og tómstundastarfi í samvinnu við Jónshús.
Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, upplýsingar um ferðir og hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.
Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!
Fréttir
Boccia æfingar í Ásgarði
Æfingarnar fara fram í Ásgarði á þriðjudögum kl. 13:00 - 14:00 og fimmtudögum kl. 11:15 - 12:15. Allir velkomnir.
Grettissaga á vegum FEBG
Námskeið í sögulestri hefst þann 3. október og fer fram í Jónshúsi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:00 - 15:00. Námskeiðið stendur í 8 vikur.
Leið að farsælum efri árum – Janus heilsuefling
Fimmtudaginn 7. september kl. 14:30 verða Sævar Þór og Bára frá Janusi Heilsueflingu í Jónshúsi. Létt spjall um hvernig við getum aukið lífsgæðin á efri árum.
Stundaskrá haustsins
Ný stundaskrá fyrir haustönn 2023 er komin inn á vef félagsins.
Fjölbreytt námskeið í boði á haustönn
Nú er rétti tíminn til þess að skrá sig í eitthvað af þeim fjölbreyttu námskeiðum sem í boði eru. Öll námskeið á vegum FEBG eru bókanleg í sportabler.com/shop/gardabaer/febg.
Aðventuferð til Heidelberg 3 – 7. desember 2023
Aðventuferð til Heidelberg er eins og að fara inn í ævintýri. Lega borgarinnar er falleg með hæðum og áin Neckar setur mikinn svip á borgina. Þar eru fallegar byggingar frá miðöldum, elsti háskóli landsins og fjörugar stúdentakrár sem lokka og laða að sér ferðamenn. Það er frábært að kynnast leyndardómum Heideilberg á aðventunni með jólaljós, jólamarkaði, jólatónleika sem fær fólk til að fagna jólahátíðinni.