Vegna jarðhræringa í Grindavík
Kæru félagar í FEBG. Hugur okkar allra er með íbúum Grindavíkur þessa dagana. Við erum tilbúin að leggja lið gerist þess þörf. Hvetjum alla eldri borgara úr Grindavík og eru tímabundið með aðsetur í Garðabæ að koma í Jónshús, félags-og íþróttastarf eldri borgara í Garðabæ og eiga stund með okkur. Jafnframt eru þau velkomin í félags - og íþróttastarfið á vegum FEBG.
Ferðakynning og Diskótekið Dísa!
Jónshús kynnir: Úrval Útsýn skemmtun fimmtudaginn 23. nóvember 2023 kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:30.
Þorvaldur Þórðarson og eldsumbrotin á Reykjanesi – 9. nóvember kl. 15:30 í Jónshúsi
FEBG hefur fengið Þorvald Þórðarson til að segja frá eldshumbrotunum á Reykjanesi þann 9. nóvember kl. 15:30 í Jónshúsi.
Landsátak í sundi – Syndum saman í kringum Ísland!
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2023. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi með því að synda. Átakið var formlega sett á laggirnar árið 2021 og fer nú fram í þriðja skipti.
Jólahlaðborð FEBG verður haldið laugardaginn 9. desember
Jólahlaðborð FEBG verður haldið í Jónshúsi laugardaginn 9. desember nk. Húsið opnar kl. 18:30 og borðhald hefst kl. 19:00.
Dansiball – Fyrsta vetrardag 28. október
Við ætlum að dansa og gleðjast laugardaginn 28. október á dansiballi í Jónshúsi á vegum FEBG. Miðaverð kr. 2000.
Boccia æfingar í Ásgarði
Æfingarnar fara fram í Ásgarði á þriðjudögum kl. 13:00 - 14:00 og fimmtudögum kl. 11:15 - 12:15. Allir velkomnir.
Grettissaga á vegum FEBG
Námskeið í sögulestri hefst þann 3. október og fer fram í Jónshúsi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:00 - 15:00. Námskeiðið stendur í 8 vikur.
Leið að farsælum efri árum – Janus heilsuefling
Fimmtudaginn 7. september kl. 14:30 verða Sævar Þór og Bára frá Janusi Heilsueflingu í Jónshúsi. Létt spjall um hvernig við getum aukið lífsgæðin á efri árum.
Stundaskrá haustsins
Ný stundaskrá fyrir haustönn 2023 er komin inn á vef félagsins.
Fjölbreytt námskeið í boði á haustönn
Nú er rétti tíminn til þess að skrá sig í eitthvað af þeim fjölbreyttu námskeiðum sem í boði eru. Öll námskeið á vegum FEBG eru bókanleg í sportabler.com/shop/gardabaer/febg.
Aðventuferð til Heidelberg 3 – 7. desember 2023
Aðventuferð til Heidelberg er eins og að fara inn í ævintýri. Lega borgarinnar er falleg með hæðum og áin Neckar setur mikinn svip á borgina. Þar eru fallegar byggingar frá miðöldum, elsti háskóli landsins og fjörugar stúdentakrár sem lokka og laða að sér ferðamenn. Það er frábært að kynnast leyndardómum Heideilberg á aðventunni með jólaljós, jólamarkaði, jólatónleika sem fær fólk til að fagna jólahátíðinni.
Leikfimi fyrir alla, bæði konur og karla
Leikfimi fyrir bæði konur og karla er á vegum FEBG í Ásgarði. Kennsla fer fram mánudaga og miðvikudag kl. 11:30.
Félagsvist á föstudögum í vetur
Félagsvistin verður á föstudögum í vetur kl. 13:00 og hefst 25. ágúst 2023. Verð kr. 300.
Haustpartý FEBG 7. sept nk
Haustpartý FEBG verður haldið á Garðaholti fimmtudaginn 7. september nk. Skemmtunin hefst kl. 18:30. Miðaverð er kr. 5.000.
Þjóðhátíðarstund 16.júní við Jónshús
Klukkan 10:30 munu börn úr leikskólanum Sjálandi og Félag eldri borgara í Garðabæ sameinast við Jónshús og leggja blómsveig að minnismerki um Jón Sigurðsson. Þetta er árlegur viðburður og afar ánægjulegur enda viljum við öll hylla Jón og viðhalda þessarri skemmtilegu hefð.
Skrifstofa FEBG lokuð vegna viðgerða í Jónshúsi
Skrifstofa FEBG er komin í kassa sem stendur og er lokað vegna viðgerða í Jónshúsi. En stjórnin ætlar að reyna að vera til viðtals í kaffistofunni á Strikinu 8 á viðtalsdögunum eins og venjulega á miðvikudögum kl 13.30-15.30 í maí og aðstoða eins og kostur er. Einnig má senda allar fyrirspurnir með tölvupósti á febg@febg.is og í gegnum vefsíðuna www.febg.is. Einnig er fésbókarsíðan alltaf opin.
Fjársjóður Ítalíu: Ferð til Lecce 5. – 9. október 2023
Kynning verður á ferðinni fyrir félaga FEBG þann 27. apríl nk. kl. 16:00 í húsakynnum Úrval Útsýn Hlíðasmára 19, 201 Kópavogi.
Jónshús lokað í 6-8 vikur
Talsverðar skemmdir urðu á gólfefni í Jónshúsi yfir páskana vegna leka frá lögnum. Ráðast þurfti strax í framkvæmdir og verður Jónshúsi því lokað í 6-8 vikur.
Sumarferð um vesturland 22. ágúst
Ferð um vesturland 22. ágúst á vegum FEBG. Brottför frá Jónshúsi kl. 08:30 og Garðatorgi kl. 08:45.