Félagsstarfið – Fréttir

Félagsstarfið – Fréttir2023-01-29T20:55:23+00:00

Vegna jarðhræringa í Grindavík

14.11.2023|Fréttir|

Kæru félagar í FEBG. Hugur okkar allra er með íbúum Grindavíkur þessa dagana. Við erum tilbúin að leggja lið gerist þess þörf. Hvetjum alla eldri borgara úr Grindavík og eru tímabundið með aðsetur í Garðabæ að koma í Jónshús, félags-og íþróttastarf eldri borgara í Garðabæ og eiga stund með okkur. Jafnframt eru þau velkomin í félags - og íþróttastarfið á vegum FEBG.

Landsátak í sundi – Syndum saman í kringum Ísland!

31.10.2023|Fréttir|

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2023. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi með því að synda.  Átakið var formlega sett á laggirnar árið 2021 og fer nú fram í þriðja skipti.

Aðventuferð til Heidelberg 3 – 7. desember 2023

15.08.2023|Ferðir, Fréttir|

Aðventuferð til Heidelberg er eins og að fara inn í ævintýri. Lega borgarinnar er falleg með hæðum og áin Neckar setur mikinn svip á borgina. Þar eru fallegar byggingar frá miðöldum, elsti háskóli landsins og fjörugar stúdentakrár sem lokka og laða að sér ferðamenn. Það er frábært að kynnast leyndardómum Heideilberg á aðventunni með jólaljós, jólamarkaði, jólatónleika sem fær fólk til að fagna jólahátíðinni.

Skrifstofa FEBG lokuð vegna viðgerða í Jónshúsi

04.05.2023|Fréttir|

Skrifstofa FEBG er komin í kassa sem stendur og er lokað vegna viðgerða í Jónshúsi. En stjórnin ætlar að reyna að vera til viðtals í kaffistofunni á Strikinu 8 á viðtalsdögunum eins og venjulega á miðvikudögum kl 13.30-15.30 í maí og aðstoða eins og kostur er. Einnig má senda allar fyrirspurnir með tölvupósti á febg@febg.is og í gegnum vefsíðuna www.febg.is. Einnig er fésbókarsíðan alltaf opin.

Go to Top