Í ár býður félagið upp á fjölbreyttar innanlandsferðir líkt og undanfarin ár. Farið verður á nýjar slóðir í bland við þær hefðbundnu. Í ár verða eftirfarandi ferðir í boði;  í maí er ferð á Njáluslóðir. Í júní er ferð til Vestmannaeyja. Í ágúst er ferð um sunnanvert Snæfellsnes og í september er styttri ferð um Akranes, Hvalfjörð og Kjós. Í öllum ferðum er miðað við lágmarksþátttöku 28 manns.

Njáluferð 15. maí.
Dagsferð þar sem Sigurbergur Árnason leiðsögumaður fer með okkur  á slóðir Hallgerðar Langbrókar og Njálsbrennu. Brottför frá Jónshúsi kl 08:30 með stoppi á Selfossi og svo næst í Laugardælakirkju austan við Selfoss. Þar verður sagt frá Bobby Fischer. Áfram verður haldið að Odda á Rangárvöllum, sagt frá staðnum og sögunni. Hádegisverður.  Þá liggur leiðin í Fljótshlíðina. Ekið að Hlíðarenda og yfir í Gunnarshólma þar sem Gunnar sneri aftur. Þá liggur leiðin suður að Bergþórshvoli áður en haldið verður til Reykjavíkur með stoppi á Hellu. Áætluð heimkoma í Garðabæ kl. 19.30

Verð kr. 17.900. Innifalið er rútuferðin, hádegisverður og aðgangur að söfnum.

Vestmannaeyjaferð 10. júní.
Ferð  til Vestmannaeyja 10. júní með brottför frá Jónshúsi kl. 07:30. Ekið sem leið liggur austur fyrir Fjall og í Landeyjahöfn, þar sem Herjólfur bíður okkar, og ferjar bæði rútu og hópinn yfir til Eyja. Þar byrjum við á að aka í bæinn og  út á Eiðið áður en við fáum hádegisverð. Maturinn er innifalinn í verði ferðar. Eftir hádegi liggur leiðin m.a.í Herjólfsdal út á Stórhöfða, um „nýja hraunið“ og Skansinn, áður en við förum í Eldheima og kynnum okkur afleiðingar Heimaeyjargossins í janúar 1973. Þaðan fer svo hópurinn aftur um borð í Herjólf og kemur til Reykjavíkur um tíu leitið ef allar áætlanir standast. Fararstjóri; Engilbert Gíslason. Brottför og tími: Jónshúsi , kl.07:30.

Verð; 22.500 innifalið í verði er; rútuferð, sigling með Herjólfi, hádegisverður, síðdegishressing og aðgangur að söfnum.

Ferð um sunnanvert Snæfellsnes. 27. ágúst.
Dagsferð þar sem Sigurbergur Árnason leiðsögumaður fer með okkur um Sunnan vert Snæfellsnes. Brottför frá Jónshúsi kl. 09.00 og ekið sem leið liggur um Borgarfjarðarhéruð, um Mýrarnar og að Vegamótum og til Arnarstapa.  Þar verður snæddur hádegisverður.  Að honum loknum ekið að Malarrifi og þar er stoppað, ekið að Búðum og þessu næst er ekið sem leið liggur í Borgarnes þar sem gerður er stuttur stans áður en ekið er í Garðabæ og áætluð heimkoma um 19.00.   Verð kr. 17.990. Innifalið er rútuferðin, hádegisverður og aðgangur að söfnum.

Styttri ferð  um Akranes og Hvalfjörð  12. September
Brottför frá Jónshúsi KL. 11.00  Sigurbergur Árnason leiðsögumaður. Ekið sem leið liggur um Hvalfjarðargöng, sunnanvert Akrafjallið og á Akranes, Markverðustu staðir skoðaðir, ss Breiðin, Guðlaug, Vitinn og komið í Byggðasafninu að Görðum. Hádegishressing, ekið um Hvalfjörð og Kjós og áætluð heimkoma í Garðabæ kl. 17.30 . Verð kr 9800.  Innifalið er rútuferðin, hádegisverður á Akranesi, aðgangur að söfnum.

 

Bókað beint; sportabler.com/shop/gardabaer/febg