Ágætu félagar,
Hér er að finna boð um afslátt sem þið getið e.t.v. nýtt ykkur í sumar:

Iceland Hotel Collection býður afslátt til félagsmanna Landssambands eldri borgara og þar með til allra félaga í FEBG. Meðan beðið er eftir að afslátturinn birtist í Spara appinu og afsláttarbókinni 2025 vilja þau senda félagsmönnum upplýsingar þennan afslátt þar sem hann hefur nú þegar tekið gildi.

Veitingar
Eldri borgarar fá 15% afslátt af veitingum gegn framvísun félagsskírteinis. Sýna skal félagsskírteini áður en viðskipti og greiðsla fer fram. Gildir ekki með öðrum tilboðum, á Slippbarnum gildir afslátturinn sunnudag-fimmtudag en á hinum stöðunum gildir hann alla vikuna.

Afsláttur gildir á eftirfarandi veitingastöðum okkar:

 • Myllan Restaurant (Mývatn)
 • Lyng Restaurant (Egilsstaðir)
 • Aurora Restaurant (Akureyri)
 • Satt Restaurant (Reykjavík)
 • Slippbarinn (Reykjavík) (Gildir sunnudag-fimmtudag)

Gisting

Eldri borgarar fá 15% afslátt af gistingu. Gildir ekki með öðrum tilboðum.

Afslátturinn gildir á eftirtöldum eignum okkar:

 • Berjaya Mývatn Hótel
 • Berjaya Hérað Hótel
 • Berjaya Akureyri Hótel
 • Berjaya Höfn Hótel
 • Berjaya Reykjavík Natura Hótel
 • Berjaya Reykjavík Marina Hótel
 • Eddu hótel Akureyri og Egilsstöðum
 • Alda hótel Reykjavík

Bókanlegt á vefsvæði okkar með að nota tilboðskóðann LEB24 eða smella á bókunarhlekkinn hér.

Vefsíða: https://www.icelandhotelcollectionbyberjaya.com/is
Tilboðskóði: LEB24

Einnig hægt að hringja eða senda tölvupóst á hótelið sjálft.

Bestu kveðjur,
Félag eldri borgara í Garðabæ
Anna R. Möller