Fréttir

Innanlandsferðir á vegum FEBG árið 2024

2024-01-24T11:37:32+00:0024.01.2024|Ferðir, Fréttir|

Í ár býður félagið upp á fjölbreyttar innanlandsferðir líkt og undanfarin ár. Farið verður á nýjar slóðir í bland við þær hefðbundnu. Í ár verða eftirfarandi ferðir í boði; í maí er ferð á Njáluslóðir. Í júní er ferð til Vestmannaeyja. Í ágúst er ferð um sunnanvert Snæfellsnes og í september er styttri ferð um Akranes, Hvalfjörð og Kjós. Í öllum ferðum er miðað við lágmarksþátttöku 28 manns.

Vegna jarðhræringa í Grindavík

2023-11-14T09:47:04+00:0014.11.2023|Fréttir|

Kæru félagar í FEBG. Hugur okkar allra er með íbúum Grindavíkur þessa dagana. Við erum tilbúin að leggja lið gerist þess þörf. Hvetjum alla eldri borgara úr Grindavík og eru tímabundið með aðsetur í Garðabæ að koma í Jónshús, félags-og íþróttastarf eldri borgara í Garðabæ og eiga stund með okkur. Jafnframt eru þau velkomin í félags - og íþróttastarfið á vegum FEBG.

Landsátak í sundi – Syndum saman í kringum Ísland!

2023-10-31T15:14:28+00:0031.10.2023|Fréttir|

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2023. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi með því að synda.  Átakið var formlega sett á laggirnar árið 2021 og fer nú fram í þriðja skipti.

Go to Top