Prag er einstaklega glæsileg borg! Borg menningar, mennta og lista! Með allar sínar byggingar frá miðöldum óskemmdar, sem kemur til að því að Þjóðverjar hernámu Tékkland í upphafi stríðs og landið slapp við loftárásir.   Farnar verða áhugaverðar skoðunar-  og gönguferðir.

Ferðatilhögun

5 maí.    Flogið með PLAY kl 15:00 til Prag  og lent 20:50.   Ekið rakleitt á hótel – 5* Michelangelo Grand Hotel – vel staðsett í miðri Prag. Þar verður gist í fjórar nætur með úrvals morgunverði !

6 maí.  Eftir morgunverð verður farið í skoðunarferð– ca 3,5 klst –  með rútu vítt og breitt um borgina og það markverðasta skoðað eins og Vysehrad hæðin þar sem er kapella heilags Martins, elsta bygging borgarinnar.  Wenceslas torgið þar sem helstu atburðir sögunnar áttu sér stað.   Ríkisóperan, Þjóðminjasafnið ofl.   Sameiginlegur kvöldverður.

7 maí.  Farið með rútu (aðra leiðina)  í kastalahverfið fræga og þar er gengið um og farið m.a í gullnu götuna, sem er einstakt fyrirbæri, st Vitus kirkjuna, sem er eitt helsta kennileiti Prag o.fl. Um kvöldið er farið á siglingu á Moldá með kvöldmat og lifandi tónlist!

8 maí.  Gönguferð eftir morgunverð.  Byrjað í Gyðingahverfinu í Gamla hverfinu þar sem má  finna einstakar byggingar frá 14 og 15 öld.  Þröngar götur einkenna bæjarhlutann.  Hápunkturinn er gamla torgið Staromestske námesti.   Gengið að Karlsbrúnni ofl.

9 maí.   Flogið heim frá Prag kl 21:50 og lent í Keflavík 23:55.   Með rútunni á leiðinni útá flugvöll er skipulögð dagsferð um sveitir Tékklands í austurátt frá höfuðborginni, m.a.  til eins vinsælasta ferðamannastaðar Tékklands, bæjarins Kutna Hora, sem er á mynjaskrá UNESCO.  Einnig komið við og borðað í Ricany, sem nýverið var valinn vinsælasti staðurinn til að búa á í Tékklandi.  Lagt verður af stað kl 12:00 frá hótelinu og komið útá flugvöll uþb kl 19:00.

Pakkaverð pr mann í tvíbýli er kr  173.800.- miðað við gengi Evru 24.jan.   Innifalið: flug með PLAY með  20 kg ferðatösku, handfarangri, (minni gerðin 42x32x25 cm)eða bakpoka.   Gisting á 5* hóteli Hotel Michelangelo Grand með morgunverði. Akstur til og frá flugvelli í Prag og fjórar skoðunar- og gönguferðir og sigling á Moldá með kvöldverði og welcome drink. Viðbótargjald fyrir eins manns herbergi er kr 58.000.- Fararstjóri  Lilja Hilmarsdóttir.

Lilja Hilmarsdóttir, lilja@betriferdir.is   664 0631.