Félag eldri borgara Garðabæ
Félag aldraðra í Garðabæ er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir ásamt íþrótta- og tómstundastarfi í samvinnu við Jónshús.
Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, upplýsingar um ferðir og hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.
Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!
Fréttir
Haustfagnaður FEBG 25. október kl. 19:30
Haustfagnaður FEBG verður haldinn í Jónshúsi laugardaginn 25. október kl. 19:30. Húsið opnar kl. 19:00. Miðaverð kr. 4.500.
Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu 4. desember kl. 20.00
FEBG efnir til ferðar að sjá Moulin Rouge - Rauðu mylluna í Borgarleikhúsinu, fimmtudaginn 4. desember kl. 20. Ganga þarf frá miðakaupum fyrir 20. október. Miðaverð er kr. 13.900.
ChatGPT gervigreind – Hvað er það?
Tveggja tíma kynning á því hvað ChatGPT er og ýmis atriði sem gætu hjálpað í daglegu lífi og hvernig hægt er að nýta gervigreindina til gamans eða í eigin verkefnum.
Íslendingasagnanámskeið í Jónshúsi – Hefst 16. september
Nýtt Íslendingasagnanámskeið hefst í Jónshúsi, þriðjudaginn 16. september. Að þessu sinni verður Gunnlaugssaga Ormstungu tekin fyrir og fleiri sögur. Námskeiðið er fyrir byrjendur og áhugasama og stendur í 8 vikur á þriðjudögum og fimmtudögum frá 13:00 – 15:00.
Virkniþing eldra fólks í Garðabæ haldið 26. ágúst
Virkniþing eldra fólks í Garðabæ verður haldið í Miðgarði þriðjudaginn 26. ágúst. Þar munu fara fram kynningar á þeirri fjölbreyttu heilsueflandi þjónustu og afþreyingu sem eldra fólki í Garðabæ stendur til boða.
GKG og FEBG í samstarf – Púttnámskeið og Stöðvaþjálfun
Golfnámskeið í samstarfi GKG og FEBG Hefst í Kórnum í Kópavogi 24. febrúar kl. 10:00.