Kæru félagar,

Minnum á ferðina um sunnanvert Snæfellsnes 27. ágúst.

Leiðsögumaður verður okkar eini sanni Sigurbergur Árnason og fer hann með okkur um sunnanvert Snæfellsnes. Brottför frá Jónshúsi kl. 09.00 og ekið sem leið liggur um Borgarfjarðarhéruð, um Mýrarnar og að Vegamótum og til Arnarstapa. Þar verður snæddur hádegisverður.

Að honum loknum ekið að Malarrifi og þar er stoppað, ekið að Búðum og þessu næst er ekið sem leið liggur í Borgarnes þar sem gerður er stuttur stans áður en ekið er í Garðabæ og áætluð heimkoma um 19.00.

Verð kr. 17.990. Innifalið er rútuferð, hádegisverður, leiðsögn og aðgangur að söfnum.

Bókað beint: sportabler.com/shop/gardabaer/febg