Friðsæld, fallegt landslag og fjölbreyttur gróður ásamt afar mildu veðurfari, heillar og laðar til sín ferðamenn víða að. Madeira er frekar lítil portúgölsk eyja, tæplega 800 ferkílómetrar, en saga hennar er afar forvitnileg. Eyjan sjálf og nálægu eyjarnar Porto Santo og Desertas eyjar voru mikilvæg bækistöð hins mikla landkönnunar- og nýlenduveldis Portúgala fyrr á öldum og drógu að sér sæfara og drekkhlaðin kaupskip sunnan úr heimi.