Skrifstofa FEBG lokuð vegna viðgerða í Jónshúsi

Sól og vor í lofti þessa dagana.  Apríl mánuður hefur að mörgu leiti mótast af þeim óvænta skaða í Jónshúsi sem varð um páskana og breytti heilmiklu í starfinu hjá FEBG í síðustu vikurnar og mun svo sannanlega  hafa talsverð áhrif næstu vikurnar fram á haust.

Skákæfingarnar falla niður og félagsvistinn, skraflið fellur niður og  frestast fram á haust.

Öll námskeiðin  eru á sínum stað í maí  svo sem; leikfimin í Ásgarði, vatnsleikfimin, línudansinn  og stólajóga allt í Sjálandsskóla, stólajóga og Zúmba á sínum stað í Kirkjuhvoli. En dansleikfimin hjá Auði Hörpu hættir eftir 5. maí en þá er síðasti tíminn hennar.

Gönguhópurinn Sjáland  stendur alltaf fyrir sínu og fer alltaf kl 10.00 og við erum svo heppin að fá þessa gæða kaffistofu í salnum á Strikinu 8 (bráðabirgða Jónshús) kaffisopinn er svo mikilvægur. Við verðum að passa vel upp á félagslegu samverustundirnar þær skipta svo miklu máli á þessum árum.

FEBG stendur fyrir nokkrum innanlandsferðum í sumar og núna eru komnar inn í sportabler Ferð um Vesturland og Dali. Ferð um Suðurland, Þingvelli, Þjósárdal. Og ferð um Reykjanes.  Allar komnar inn í sportabler.com/shop/gardabaer/febg.

Að auki eru ferðir erlendis;  Ferð til Lissabon 18. – 22.  September með BETRI FERÐUM

Ferð til Lecce  á Suður Ítalíu 5. – 9. Október með Úrval Útsýn.  Upplýsingar um ferðirnar er að finna inn á heimasíðu félagsins.  Félagsstarfið – Ferðir – Félag eldri borgara Garðabæ (febg.is)

Og svo er fésbókarsíðan alltaf opin. Félag eldri borgara Garðabæ | Garðabær | Facebook

Skrifstofa FEBG er komin í kassa sem stendur og er lokað vegna viðgerða í Jónshúsi.

En stjórnin ætlar að reyna að vera til viðtals í kaffistofunni á Strikinu 8 á viðtalsdögunum  eins og venjulega á miðvikudögum kl 13.30-15.30 í maí og aðstoða eins og kostur er.

Einnig má senda allar fyrirspurnir með tölvupósti á febg@febg.is eða í gegnum vefsíðuna www.febg.is.

Stjórn félags eldri borgara í Garðabæ,  FEBG