Ferð til Lecce 5 – 9 október 2023

Sértilboð fyrir Félag eldri borgara Garðabæ 10.000.- bókunarafsláttur

Lecce í Puglia héraði er oft lýst sem földum fjársjóði Suður-Ítalíu þar sem list og arkitektúr í barokkstíl eru í aðalhlutverki. Úrval frábærra veitingastaða og áhugaverðra verslana. Í Lecce er auðvelt að gleyma sér í göngu um sögulegar gersemar hennar, ljúfengan mat og líflegt andrúmsloft.

Innifalið í ferðinni er hálft fæði morgunverður og þriggja rétta kvöldverður með vínglasi hvert kvöld, rúta til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn, skoðunarferðir í Brindisi og Lecce.

Flug NEOS til Brindisi
KEF-BDS fimmtudagur 5. október kl. 7:45-14:35
BDS-KEF mánudagur 9. október kl. 19:00-22:00

Fararstjóri
Fararstjórinn okkar, Hjördís Hildur Jóhannsdóttir, bjó á Ítalíu í 10 ár. Hún stundaði ítölsku- og ferðamálanám við Ferðamálaskólann í Flórens 2000-2004 og frekara ítölskunám við Háskóla Íslands. Hjördís þekkir vel til ferðalaga á Ítalíu og Mið-Evrópu. Hún hefur unnið við þýðingar og pistlaskrif (m.a. fyrir Stöð 2 og nokkur tímarit um ítölsk málefni). Sjálf hefur hún fest mikla ást á ítölsku máli, mat og menningu. Farþegar okkar verða því í góðum höndum í þessari spennandi ferð.

Hótel
GRAND HOTEL TIZIANO E DEI CONGRESSI – 4* Verð á mann Tvíbýli: 199.900.- með afslætti Verð á mann Einbýli: 239.900.- með afslætti

Annað

  • Innifalið í tilboði þessu er umsýsla og umsjón með flugi, hóteli og annari þjónustu hópsins
  • Staðfestingargjald er 80.000 á mann og er óafturkræft
  • Brottfarar- og komutímar geta breyst vegna ófyrirsjáanlegra seinkana o.fl.
  • Almenna ferðaskilmála fyrir hópa á vegum Úrval Útsýn má finna á urvalutsyn.is
  • Lokagreiðsla berist eigi síðar en 10 vikum fyrir brottför.
  • Hópurinn þarf að fljúga allur út saman þann 5.október 2023. Ekki er hægt að breyta dagsetningum. Ef einhver óskar eftir að breyta heimferð þá þarf að kaupa nýjan farseðil tilbaka og hægt er að kaupa slíkan farseðil í gegnum netfangið flug@uu.is

ATH! Forfallagjald er ekki í boði hjá Úrval Útsýn og bendum við á kreditkorta ferða tryggingar eða ferðatryggingar tryggingarfélaga hvers og eins.

Kynning verður á ferðinni fyrir félaga FEBG þann 27. apríl nk. kl. 16:00 í húsakynnum Úrval Útsýn Hlíðasmára 19, 201 Kópavogi.

Skoða PDF kynningu á ferðinni.