Fundargerð Aðalfundar 2021
FUNDARGERÐ AÐALFUNDAR FEBG 2021 Aðalfundur Félags eldri borgara í Garðabæ var haldinn í Jónshúsi mánudaginn 7. Júní 2021 kl. 13.30 Formaður félagsins, Stefanía Magnúsdóttir, setti fund og bauð félaga og gesti velkomna. Gestir fundarins voru Gunnar Einarsson, bæjarstjóri, Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar, Svanhildur Þengilsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Garðabæjar og Helgi Pétursson, nýkjörinn formaður Landssambands eldri borgara. [...]