Aðalfundur FEBG, haldinn 5. mars 2018 kl. 13:30 í Jónshúsi, Garðabæ.

 

Dagskrá:

 1. Fundarsetning
  Formaður félagsins, Stefanía Magnúsdóttir, setti fund og bauð fundarmenn og gesti fundarins velkomna, Aðeins Ingibjö̈rg Valgeirsdóttur, framkvæmdastjóri öldrunar–mála í Garðabæ var mætt, en Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB kom þegar nokkuð var liðið á fundinn. Gunnar Einarsson bæjarstjóri var upptekinn vegna jarðarfarar boðaði komu sína þegar athöfninni væri lokið. Gunnar kom rétt eftir að kaffiboðið hófst og ávarpaði fundarmenn.
  Stefanía bað fundarmenn að minnast látinna félaga með því að rísa úr sætum
 2. Kosning fundarstjóra
  Formaður stakk upp á Helga Hjálmssyni sem fundarstjóra og var það samþykkt með lófaklappi. Tók Helgi við fundarstjórn.
 3. Tilnefning fundarritara
  Helgi tilnefndi Sigurstein Hjartarson fundarritara. Það var samþykkt.
 4. Skýrsla stjórnar.
  Stefanía flutti skýrslu stjórnar FEBG. Fór Stefanía yfir helstu þætti starfsins og kom fram að mikil starfsemi er í FEBG og þátttaka í henni almenn og góð m.a. var fullskipað í allar ferðir félagsins.
 5. Reikningar
  Guðlaug Ingvarsdóttir, gjaldkeri FEBG lagði fram og kynnti reikninga félagsins. Reksturinn skilaði hagnaði upp á um 209 þúsund krónur. Heildar eign félagsins er nú 7.157 þúsund krónur.
 6. Umræður um skýrslu stjórnar og framlagða reikninga
  Niðurstaða: Félagslegur og fjárhagslegur rekstur félagsins er til fyrirmyndar.
  Skýrsla formanns og reikningar félagsins voru síðan bornir upp og einróma samþykktir. Af gefnu tilefni skýrði Guðlaug frá að 250 þús kr styrkur Íslandsbanka er ekki felldur niður en mun koma tvöfaldur inn á næsta starfsári. Skýrsla formanns og reikningarnir voru ekki aðeins samþykkt einróma heldur með greinilegri ánægju fundarmanna.
 7. Tillaga að árgjaldi
  Tillaga stjórnar um að árgjald verði óbreytt kr. 2000 var samþykkt með handauppréttingu. Ekkert mótatkvæði.
 8. Kosningar
  Gengið var til kosninga og lagði fráfarandi stjórn fram tillögu um eftirfarandi einstaklinga til stjórnarsetu og annara starfa ;
  a) Formaður: Stefanía Magnúsdóttir
 9. b) Aðalstjórn Guðlaug Ingvarsdóttir
  Kristín Árnadóttir
  Sigurður R. Símonarson
  Sigursteinn Hjartarson
  c) Varastjórn                             Hildigunnur Hlíðar
  Kolbrún Thomas

Sigurður B. Ásgeirsson
d) Skoðunarmenn reikninga     Daði Guðmundsson

Ástbjörn Egilsson
Gunnar Gunnlaugsson
Tillagan var samþykkt einum rómi..

 1. Tillaga frá aðalfundi til stjórnvalda.
  Fundarstjóri kynnti tillögu til aðalfundar um ályktun um kjör aldraðra og bar síðan tillöguna upp til atkvæða, Var tillagan samþykkt samhljóða,
 2. Önnur mál
 • Formaður LEB Þórunn Sveinbjörnsdóttir flutti ávarp
 • Ingibjörg Valgeirsdóttir framkvæmdastjóra öldrunar og heimaþjónustu í Garðabæ segir frá því sem gert hefur verið og er á döfinni. Þakkir fyrir einstaklega gott samstarf sérstaklega til formannsins.
  Aðgerðaráætlun ársins. Upplýsingarit á pappír og á netinu.
 • 20 rými í Ísafold eru nú fyrir dagþjálfun sem getur þjónað 50 manns. Bætt hefur verið við 2 starfsmönnum. Þá þakkaði Ingibjörg einkar gott samstarf við FEBG, einkum við formanninn og starfsfólkið.
 • Hrafnista hefur nú rekstur 2. 3. og 4. hæðar í Ísafold en Garðabær rekur 1. hæðina.

Fundarstjóri þakkaði fundarmönnum góða fundarsetu og afhenti Stefaníu fundinn sem þakkaði Helga röggsama fundarstjórn og fundarmönnum góða fundarsetu og sleit fundi. Fundarmenn gengu svo að kaffiborði þar sem í boði voru kræsingar með kaffinu.
 

Garðabæ 5. mars 2018

 

Sigursteinn Hjartarson

fundarritari