Ferðir

Innanlandsferðir á vegum FEBG árið 2024

2024-01-24T11:37:32+00:0024.01.2024|Ferðir, Fréttir|

Í ár býður félagið upp á fjölbreyttar innanlandsferðir líkt og undanfarin ár. Farið verður á nýjar slóðir í bland við þær hefðbundnu. Í ár verða eftirfarandi ferðir í boði; í maí er ferð á Njáluslóðir. Í júní er ferð til Vestmannaeyja. Í ágúst er ferð um sunnanvert Snæfellsnes og í september er styttri ferð um Akranes, Hvalfjörð og Kjós. Í öllum ferðum er miðað við lágmarksþátttöku 28 manns.

Aðventuferð til Heidelberg 3 – 7. desember 2023

2023-08-15T10:19:44+00:0015.08.2023|Ferðir, Fréttir|

Aðventuferð til Heidelberg er eins og að fara inn í ævintýri. Lega borgarinnar er falleg með hæðum og áin Neckar setur mikinn svip á borgina. Þar eru fallegar byggingar frá miðöldum, elsti háskóli landsins og fjörugar stúdentakrár sem lokka og laða að sér ferðamenn. Það er frábært að kynnast leyndardómum Heideilberg á aðventunni með jólaljós, jólamarkaði, jólatónleika sem fær fólk til að fagna jólahátíðinni.

Haustferð FEBG til Lissabon 18 – 22 sept 2023

2023-04-12T15:10:44+00:0012.04.2023|Ferðir, Fréttir|

Pakkaverð pr mann í tvíbýli er kr. 167.000. Innifalið er flug með PLAY með 1 x 20 kg tösku fyrir hvert herbergi + 1 handfarangur pr mann (42 x 32 x 25) eða bakpoka. Gisting á 4* hóteli Pestana CR7 með morgunverði, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Kostnaður á eins manns herbergi er kr. 49.700. Sjá nánar í ferðatilhögun.

Ferðir á vegum FEBG á árinu

2023-03-13T10:46:43+00:0013.03.2023|Ferðir, Fréttir|

Nokkrar ferðir eru nú þegar skipulagðar á vegum FEBG á árinu 2023. Til dæmis ferð í Dalina og um uppsveitir suðurlands í ágúst, um Reykjanes og Akranes í september, til Lissabon í Portúgal í september og aðventuferð til Heidelberg í desember. Allar ferðirnar verða bókanlegar á Sportabler í maí. Merkið við í dagatalið!

Go to Top