Færeyjar 19 – 23 september 2022

Mánudagur 19.sept flug Keflavík – Vágar 11:45 – 14:10 (staðartími
Föstudagur 23.sept flug Vágar – Keflavík 10:30 – 11:00 (staðartími)
Þriðjudagur 20.september

Kl. 13:00 haldið í gangandi skoðunarferð um Þórshöfn þ.e. niður í gamla bæinn eða “Á Reyni” eins og þeir kalla
svæðið. Þar ber að líta lítil og fögur gömul hús og mörg þeirra með grasþaki.
Gengið út í Tinganes þar sem fyrstu norrænu landnemarnir héldu sín þing fyrir meira en 1200 árum síðan.

Kl.14:00 Haldið af stað með rútu til Kirkjubæjar sem er gamlt stjórnar- og trúar setur Færeyja frá miðöldum.
Skoðum rústir St.Magnus Cathedrals dómkirkjunnar og einnig kirkju St. Olafs og síðan heimsækjum við gamla
bæinn sem var m.a. aðsetur biskups.
“Kirkjubær er lítið þorp á vestanverðri Straumey í Færeyjum, biskupssetur á miðöldum og því helsti sögustaður
eyjanna. Þar er jafnframt kóngsjörðin Kirkjubøargarður eða Kirkjubær, þar sem Paturssonarættin hefur búið
frá 1557.” Hér fáum við léttar veitingar svo sem kaffi, te og kökur í hinni fornu borðstofu. Haldið til
Þórshafnar eftir kl. 16:30

Miðvikudagur 21.september 2022
Kl. 09:00 brottför frá hóteli og haldið sem leið liggur til Gjógv, Gøta og Klaksvík.
Gjógv er nyrst á Austurey, Gøta er miðsvæðis á austanverðri Austurey og Klaksvík er á sunnanverðri Borðey. Í
Gjógv ber að líta einstakt bátalægi í djúpu gili en þetta lægi þjónaði sem slíkt um aldir. ”Norðragøta eða Gøta
er þéttbýlisstaður á Austurey í Færeyjum. Íbúar eru 614. Bærinn er rétt austur af nágrannabyggðunum
Syðrugøta og Við Gøtugjógv. Byggðarsafnið Gøtu Fornminnisavn” sem inniheldur gamla húsið Blásastovu.
Viðarkirkja bæjarins er frá árinu 1833.” Í hádegi í Gjógv fáum við að hætti heimamanna ljúffengt lambalæri og
meðlæti ásamt rabbarbara köku í eftirrét. Kl. 13:30 haldið frá Gjógv og komi til Gøta um kl. 14:30 þar sem
hinn kunni Trándur í Gøtu bjó. En Þrándur er vel þekktur karakter Íslendingasagna og einnig Færeyingasögu.
Heimsækjum hinn gamla bóndabæ og sögusafn, Blásastova, sem byggður er upp af rústum bæjar Þrándar. Kl.
16:00 ekið til Klaksvík og hin einstaka Cristians Kirkja heimsótt. Kirkjan var vígð 1963 og þá án turns en síðan
hefur kirkjan fengið turn sem stendur til hliðar við hana. Yfir altari kirkjunnar er stór fresku mynd af síðustu
kvöldmáltíðinni. Þessi freska var fyrst máluð á vegg dómkirkjunnar í Viborg í Danmörku en var tekin niður
vegna rakaskemmda og flutt á Ríkislistasafnið í Kaupmannahöfn þaðan sem hún kom til Klaksvík.
Í lofti kirkjunnar hangir uppgerður árabátur svokallað 8 manna far. Þetta er gamall prestabátur frá Viðareiði.
”Klakksvík er næststærsti bær Færeyja, staðsettur nyrst á Borðey með um það bil 4700 íbúa. Mikil fiskvinnsla
er stunduð í Klakksvík. Einu sinni voru 4 bóndabæir þar sem Klakksvík stendur, en byggðin jókst smám saman
og varð að fjórum þorpum. Síðar fóru þorpin að stækka og uxu saman, og mynduðu bæinn Klakksvík.”

Fimmtudagur 22.september
Kl. 09:00 haldið frá hóteli og ekið til Vestmanna þaðan sem farið verður í tveggja tíma siglingu.
Í hádeginu er á borðum fiskur, súpa og sallat.
Þar næst ekið til Vágar (flugvallareyjan) þar sem við heimsækjum þorpin Bøur og Gásadalur á vestanverðri
eynni en Gásadalur er í námunda við hinn kunna foss Færeyja Múlafossur. ”Bøur er lítið samfélag sem verður
á leið okkar og síðar komum við að Gásadal. ”

Verð pr. mann flug, hótel m/morgunverði, rúta til og frá flugvelli, skoðunarferðir sem að ofan með leiðsögn
(enska) heimamanns og fararstjórn Engilberts Gíslasonar ferðaskipuleggjanda.
Verð pr. mann í tveggja manna herbergi kr. 145.791, – m/sköttum
Verð pr. mann í eins manns herbergi kr. 185.250, – m/sköttum
Innborgun við bókun kr. 5.000,- reikningur 513-26-521210 Kt. 150251-3039