Sumarferð á vegum FEBG: Suðurland – Þingvellir – Laugarvatn – Stöng – Urriðafoss – Vatnsholt – Selfoss

Ferð um Suðurland 28. Ágúst  á vegum félags eldriborgara í Garðabæ

Brottför frá Jónshúsi kl. 09.00 og Garðatorgi kl  09.05.  Ekið sem leið liggur frá Garðabæ um Suðurland.  Mosfellsbær – Þingvellir /Hakið/Vellirnir verðum þar rétt um 10:00,  hálftíma stopp

Kl: 11:00 -haldið áfram og ekið sem leið liggur um Vatnsvíkina og yfir Lyngdalsheiðina og komið á Laugarvatn þar sem við fáum hádegisverð

Kl: 12:50 er svo lagt af stað aftur og ekið sem leið liggur um Laugarvatn um Reykholt, um Hrunamannahreppinn og yfir í Þjósárdal þar sem við stoppum og skoðum hið sögufræga setur að Stöng, Þjóðveldisbæinn og hið fallega, sögufræga svið Íslandssögunnar.

Kl. 15:20 er lagt af stað og þá ekið um Þjósárdalinn og um sveitina, fylgjum sagnaslóðum um Hrunamannahrepp og Skeiða og Gnúpverjahrepp skoðum Þjórsárstofu sem er gestastofa og upplýsingamiðstöð, staðsett í Árnesi. Þar er meðal annars boðið uppá áhugaverða kvikmyndasýningu um Þjórsá, þar sem ánni er fylgt frá upptökum til ósa, og brugðið upp myndum úr næsta nágrenni hennar, staðháttum og mannlífi. Í Þjórsárstofu að finna mikið magn upplýsinga á gagnvirkum skjám, veggspjöldum og í bæklingum um þjónustu, sögu, náttúrufar, dýra- og mannlíf á svæðinu.

Kl. 16:25 er komið að Urriðafossi.  Förum og virðum fyrir okkur þessa vatnsmiklu á og magnaða fossa í Urriðafossi.

Kl . 17:00 gerum við ráð fyrir að vera í Vatnsholti og höldum áfram og fáum ljúfengan kvöldverð á Selfossi kl. 18. 00 á Selfossi  þar sem við gerum stans  og förum svo sem leið liggur um Hellisheiðina  og í Garðabæ.

Heimkoma  er áætluð í Garðabæ kl. ca 20.30.

Fararstjóri í ferðinni er Sigurbergur Árnason leiðsögumaður.

Verð er kr. 17.990.
Innifalið í ferðinni er; Rúta,  hádegisverður á Laugarvatni, aðgangur að söfnum og kvöldverður á Selfossi.

Skoða á PDF