Reykjanesferð á vegum FEBG: Keflavík – Garður – Sandgerði – Kirkjuvogur

Ferð um Reykjanes 5. september á vegum félags eldriborgara í Garðabæ

Brottför frá Jónshúsi kl. 11.00 og Garðatorgi kl 11.15. Ekið sem leið liggur frá Garðabæ.

Kl. 12:00, um hálftíma stopp Rokksafnið kl. 12:30-haldið áfram og ekið sem leið liggur um Keflavík og skoðum endurgerð húsa og skipulag við Duus húsin og svæðið þar í kring.

Kl. 13:00 er svo lagt af stað aftur og ekið sem leið liggur um yfir í Garð og á Garðskagavita. Stoppað og brimið við Reykjanestá virt fyrir sér. Hér fáum við svo hressingu súpu, brauð og kaffi. Og þeir sem vilja skoða safnið í Flösinni.

Kl. 13:30 er svo ferðinni haldið áfram og komið í Sandgerði og áfram yfir í Hafnir og að Kirkjuvogi

 

Kirkjuvogskirkja í Höfnum er elsta kirkja á Suðurnesjum en hún var byggð árin 1860-61. Það var Vilhjálmur Kr. Hákonarson sem lét byggja kirkjuna á eigin kostnað. Sagan segir að hún hafi kostað 300 kýrverð. Á árunum 1970-72 var kirkjan endurreist frá grunni og færð til upprunalegs horfs. Kirkjan var friðuð árið 1990 vegna aldurs.

Hafnir var sjálfstætt sveitarfélag en sameinaðist Keflavík og Njarðvík árið 1994 þegar Reykjanesbær varð til. Rúmlega 100 manns búa í bænum og hefur íbúafjöldi haldist svipaður í áratugi. Árið 1881 strandaði seglskipið Jamestown við Hafnir en það var að flytja timbur frá Boston til Liverpool. Timbrið var selt á uppboði og m.a. notað í hús og brúargerð víða um land. Annað akkeri Jamestown er fyrir utan Kirkjuvogskirkju.

Rétt sunnan við Hafnir er Merkines en þar standa nokkur íbúðarhús. Systkinin Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson ólust upp í Merkinesi. Ellý hét Henný Eldey en þegar horft er til hafs frá Merkinesi þegar útsýni er gott blasir Eldey sjálf einmitt við.

Við skoðum okkur um í Kirkjunesi og skoðum kirkjuna.

Kl. 15. 50 er ferðinni haldið áfram og ekið sem leið liggur um Ásbrú um Reykjanesbrautina .

Heimkoma er áætluð í Garðabæ kl. ca 16.50. Fararstjóri í ferðinni er Sigurbergur Árnason leiðsögumaður.

Verð er kr. 7.400.

Innifalið í ferðinni er; Rúta, hádegissúpa, brauð og kaffi aðgangur að Rokksafninu.