Sumarferð á vegum FEBG: Dalir – Laugar í Sælingsdal – Vínlandssetur – Erpsstaðir

Ferð um Vesturland 22. ágúst  á vegum félags eldriborgara í Garðabæ.

Brottför frá Jónshúsi kl. 08.30.00 og Garðatorgi kl  08.45.  Ekið sem leið liggur frá Garðabæ um Vesturland.

Mosfellsbær – Hvalfjörður og Munaðarnes /Bifröst verðum þar rétt um 10:30,  um hálftíma stopp

Kl. 11:00 -haldið áfram og ekið sem leið liggur um Bröttubrekku og í Búðardal og komið að Laugum í Sælingsdal þar sem við fáum hádegisverð

Kl. 13.15 er svo lagt af stað aftur og ekið sem leið liggur um Sælingsdal og í Búðardal. Stoppum og skoðum Vínlandssetrið og Búðardal.

Kl. 14.15 er lagt af stað og þá ekið um Búðardal og um sveitina að Erpsstöðum.  Þar eigum við stans og fáum okkur hressingu, skoðum staðinn og framleiðsluna.

Kl. 15. 25 er ferðinni haldið áfram og ekið yfir Bröttubrekku um Borgarfjarðarhérað og í  Borgarnes.  Skoðum okkur um í Borgarnesi.

Kl . 17.05 höldum við ferðinni áfram og yfir Borgarfjarðarbrúnna og sem leið liggur um Hvalfjarðarsveit í gegn um Hvalfjarðargöngin og í Garðabæ

Heimkoma  er áætluð í Garðabæ kl. ca 18.30.

Fararstjóri í ferðinni er Sigurbergur Árnason leiðsögumaður.

Verð er kr: 16.800
Innifalið í ferðinni: Rúta,  hádegisverður að Laugum í Sælingsdal

Hressing að Erpsstöðum  og aðgangseyrir að Vínlandssafninu í Búðardal.

Skoða á PDF