Ferð um Mosfellsbæ, að Gljúfrasteini, um Kjós og Hvalfjörð 1. september

Brottför frá Jónshúsi kl 11.00 og frá Garðatorgi kl. 11.05. Ekið sem leið liggur frá Garðabæ, um Reykjavík og Mosfellsbæ að Gljúfrasteini að heimili/safni Halldórs Kiljans Laxnes.

Við fáum leiðsögn um húsið og njótum þess að fá andagiftina frá Nóbelsskáldinu með okkur. Áætlum að stoppa 1 tíma. Þessu næst er ekið upp á Mosfellsheiðina yfir Kjósaskarðið og virðum fyrir okkur búsældina í Kjósinni meðfram Laxánni. Ekið sem leið liggur um Hvalfjörðin og keyrum fyrir Fjörð. Stoppum við Hvalstöðina og aldrei að vita nema að hvalur kunni að vera á planinu. Þessu næst er ekið sem leið liggur að Laxárbakka. Þar bíður okkar kaffisopi og meðlæti.

Eigum góða stund og einhverjir kunna að muna eftir fyrri starfseminni á Laxárbakka en þar var rekið eitt af stærri sláturhúsum fyrri tíma. Að lokum verður ekið um Hvalfjarðargöng og heim í Garðabæ áætluð heimkoma um kl. 17.

Verð kr. 6.000

Skráning hér: https://www.sportabler.com/shop/gardabaer/febg

Ferðalýsing á PDF

Stjórn FEBG