Grettissaga á vegum FEBG
Námskeið í sögulestri hefst þann 3. október og fer fram í Jónshúsi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:00 - 15:00. Námskeiðið stendur í 8 vikur.
Leið að farsælum efri árum – Janus heilsuefling
Fimmtudaginn 7. september kl. 14:30 verða Sævar Þór og Bára frá Janusi Heilsueflingu í Jónshúsi. Létt spjall um hvernig við getum aukið lífsgæðin á efri árum.
Fjölbreytt námskeið í boði á haustönn
Nú er rétti tíminn til þess að skrá sig í eitthvað af þeim fjölbreyttu námskeiðum sem í boði eru. Öll námskeið á vegum FEBG eru bókanleg í sportabler.com/shop/gardabaer/febg.
Aðventuferð til Heidelberg 3 – 7. desember 2023
Aðventuferð til Heidelberg er eins og að fara inn í ævintýri. Lega borgarinnar er falleg með hæðum og áin Neckar setur mikinn svip á borgina. Þar eru fallegar byggingar frá miðöldum, elsti háskóli landsins og fjörugar stúdentakrár sem lokka og laða að sér ferðamenn. Það er frábært að kynnast leyndardómum Heideilberg á aðventunni með jólaljós, jólamarkaði, jólatónleika sem fær fólk til að fagna jólahátíðinni.
Leikfimi fyrir alla, bæði konur og karla
Leikfimi fyrir bæði konur og karla er á vegum FEBG í Ásgarði. Kennsla fer fram mánudaga og miðvikudag kl. 11:30.
Félagsvist á föstudögum í vetur
Félagsvistin verður á föstudögum í vetur kl. 13:00 og hefst 25. ágúst 2023. Verð kr. 300.
Haustpartý FEBG 7. sept nk
Haustpartý FEBG verður haldið á Garðaholti fimmtudaginn 7. september nk. Skemmtunin hefst kl. 18:30. Miðaverð er kr. 5.000.
Þjóðhátíðarstund 16.júní við Jónshús
Klukkan 10:30 munu börn úr leikskólanum Sjálandi og Félag eldri borgara í Garðabæ sameinast við Jónshús og leggja blómsveig að minnismerki um Jón Sigurðsson. Þetta er árlegur viðburður og afar ánægjulegur enda viljum við öll hylla Jón og viðhalda þessarri skemmtilegu hefð.
Skrifstofa FEBG lokuð vegna viðgerða í Jónshúsi
Skrifstofa FEBG er komin í kassa sem stendur og er lokað vegna viðgerða í Jónshúsi. En stjórnin ætlar að reyna að vera til viðtals í kaffistofunni á Strikinu 8 á viðtalsdögunum eins og venjulega á miðvikudögum kl 13.30-15.30 í maí og aðstoða eins og kostur er. Einnig má senda allar fyrirspurnir með tölvupósti á febg@febg.is og í gegnum vefsíðuna www.febg.is. Einnig er fésbókarsíðan alltaf opin.
Fjársjóður Ítalíu: Ferð til Lecce 5. – 9. október 2023
Kynning verður á ferðinni fyrir félaga FEBG þann 27. apríl nk. kl. 16:00 í húsakynnum Úrval Útsýn Hlíðasmára 19, 201 Kópavogi.
Jónshús lokað í 6-8 vikur
Talsverðar skemmdir urðu á gólfefni í Jónshúsi yfir páskana vegna leka frá lögnum. Ráðast þurfti strax í framkvæmdir og verður Jónshúsi því lokað í 6-8 vikur.
Sumarferð um vesturland 22. ágúst
Ferð um vesturland 22. ágúst á vegum FEBG. Brottför frá Jónshúsi kl. 08:30 og Garðatorgi kl. 08:45.
Sumarferð um suðurland 28. ágúst
Ferð um Suðurland 28. Ágúst á vegum félags eldriborgara í Garðabæ. Brottför frá Jónshúsi kl. 09.00 og Garðatorgi kl 09.05.
Reykjanesferð 5. september
Ferð um Reykjanes 5. september á vegum félags eldriborgara í Garðabæ. Brottför frá Jónshúsi kl. 11.00 og Garðatorgi kl 11.15.
Haustferð FEBG til Lissabon 18 – 22 sept 2023
Pakkaverð pr mann í tvíbýli er kr. 167.000. Innifalið er flug með PLAY með 1 x 20 kg tösku fyrir hvert herbergi + 1 handfarangur pr mann (42 x 32 x 25) eða bakpoka. Gisting á 4* hóteli Pestana CR7 með morgunverði, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Kostnaður á eins manns herbergi er kr. 49.700. Sjá nánar í ferðatilhögun.
Leikfimi á vegum FEBG í Ásgarði
Kennsla fer fram þriðjudag og fimmtudaga kl. 12:15. Nýtið þessa alhliða leikfimi sem er á vegum FEBG. Og svo er frítt í sund.
Efst á baugi í Garðabæ, fundur í Jónshúsi 28. mars kl. 13.30
Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar mun fræða okkur um ýmislegt sem efst er á baugi í Garðabæ. Fundurinn verður í Jónshúsi 28. mars kl. 13.30.
Ferð til Portúgal 18. – 22. september
Mjög spennandi ferð til Lissabon í Portúgal í september er komin á dagskrá. Leiguflug með Play Air, fjögurra stjörnu hótel miðsvæðis, ferðir til og frá flugvelli og fararstjóri Lilja Hilmarsdóttir sem er mjög kunnug staðháttum. Skoðunarferðir um borgina og nágrenni í boði.
Ferðir á vegum FEBG á árinu
Nokkrar ferðir eru nú þegar skipulagðar á vegum FEBG á árinu 2023. Til dæmis ferð í Dalina og um uppsveitir suðurlands í ágúst, um Reykjanes og Akranes í september, til Lissabon í Portúgal í september og aðventuferð til Heidelberg í desember. Allar ferðirnar verða bókanlegar á Sportabler í maí. Merkið við í dagatalið!
Páskabingó föstudaginn 31. mars kl. 13
Páskabingó föstudaginn 32. mars kl. 13:00 í Jónshúsi, spjaldið kostar 300 kr. Athugið ekki er posi á staðnum. Glæsilegir vinningar.