Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur í Jónshúsi
Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur – standardar í toppflutningi Laugardagur 27. apríl – Jónshús, Strikið 6, kl 14:00 Ein af okkar allra bestu jazzsöngkonum flytur hefðbundinn og aðgengilegan jazz ásamt fríðu föruneyti. Kristjana Stefánsdóttir: söngur, Tómas Guðni Eggertsson: píanó, Þórður Högnason: kontrabassi, Birkir Freyr Matthíasson: trompet Ókeypis aðgangur, allir [...]
Skrifstofa lokuð í dag
Skrifstofa FEBG er lokuð í dag, 10.apríl vegna landsþings Landssambands Eldri Borgara.
Skýrsla Stjórnar á Aðalfundi 2019
Skýrsla stjórnar FEBG til aðalfundar 4. mars 2019 Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til aðalfundar Félags eldri borgara í Garðabæ. Sérstaklega býð ég velkomna gesti fundarins sem eru Gunnar Einarsson, bæjarstjóri, Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara og Ingibjörg Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri málefna eldri borgara [...]
Fundargerð Aðalfundar 2019
Aðalfundur 4.mars 2019 Aðalfundur Félags eldri borgara í Garðabæ var haldinn í Jónshúsi mánudaginn 4.mars 2019 kl. 13.30. Formaður félagsins, Stefanía Magnúsdóttir, setti fund og bauð félaga og gesti velkomna. Gestir fundarins voru Ingibjörg Valgeirsdóttir, forstöðumaður félagsþjónustu Garðabæjar og Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landsambands eldri borgara. Gunnar Einarsson, [...]
Áskorun frá FEBG
Aðalfundur Félags eldri borgara í Garðabæ, haldinn þann 4. mars 2019 mótmælir harðlega þeim fáránlegu skerðingum sem viðgangast í almannatryggingakerfinu gagnvart lífeyri úr lífeyrissjóðum. Fundurinn skorar á stjórnvöld að endurskoða þessar skerðingar og færa til betri og réttlátari vegar.
Grunnnámskeið í tölvufærni í Mars
Þriðjudaginn 12. mars byrja annað grunnnámskeið í tölvufærni. Þetta er 12 klst námskeið en kennt verður 12. 14. 19. og 21. mars frá kl 9:00 - 12:00 í Jónshúsi. Kennari er Einar Ísfjörð, sem fékk afbragðsdóma fyrir fyrra námskeiðið. Skráning og nánari upplýsingar í Jónshúsi en einnig [...]
Tölvuaðstoð í Jónshúsi
Fimmtudaginn 7. mars byrjum við með tilraunaverkefni sem er tölvuaðstoð fyrir félagsmenn í Jónshúsi.. Þórunn Óskarsdóttir mun aðstoða en það þarf að panta tíma á skrifstofu FEBG og gefa upplýsingar um tegund tækis ( sími, spjaldtölva eða fartölva ). Við erum með aðgang að tölvu í Jónshúsi [...]
Aðalfundur FEBG 2019
Aðalfundur Félags eldri borgara í Garðabæ verður haldinn mánudaginn 4. mars í Jónshúsi, Strikinu 6 kl 13:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kaffiveitingar í boði félagsins
Ragnheiður Gröndal í Jónshúsi 21.apríl
Garðbæska söngstjarnan Ragnheiður Gröndal flytur ásamt valinkunnum hljóðfæraleikurum vel valda jazzstandarda í Jónshúsi laugardaginn 21. apríl kl 14:00.
Aðalfundur 2018 – Fundargerð
Aðalfundur FEBG, haldinn 5. mars 2018 kl. 13:30 í Jónshúsi, Garðabæ. Dagskrá: Fundarsetning Formaður félagsins, Stefanía Magnúsdóttir, setti fund og bauð fundarmenn og gesti fundarins velkomna, Aðeins Ingibjö̈rg Valgeirsdóttur, framkvæmdastjóri öldrunar–mála í Garðabæ var mætt, en Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB kom þegar nokkuð var liðið [...]
Ný félagsskírteini
Íslandsbanki er að senda út félagsgjöldin um þessar mundir. Stjórnin mun senda ný skírteini eftir að greiðsla hefur borist. Það gætu þó liðið nokkrir dagar þar á milli því skírteinin eru mörg. Gömlu skírteinin eru með gildistíma til 31.3.2018 en við höfum sama hátt og áður og [...]
Ályktun aðalfundar FEBG 2018
Ályktun aðalfundar Félags eldri borgara í Garðabæ 5. mars 2018 Aðalfundur Félags eldri borgara í Garðabæ haldinn þann 5. mars 2018 skorar á stjórnvöld að endurskoða hækkun lífeyris frá áramótum og hækka hann í 7,2% og fylgja þar með launavísitölu sem ber að fara eftir sem fyrsta [...]
Páskabingó
Páskabingó FEBG verður þann 23. mars kl 13:00 í Jónshúsi, Strikinu 6 (félagsvist fellur niður).
Aðalfundur 2018
Aðalfundur Félags eldri borgara í Garðabæ verður þann 5. mars kl. 13:30 í Jónshúsi, Strikinu 6. Venjuleg aðalfundarstörf Kaffiveitingar í boði félagsins.