Er ekki kominn tími til að tjútta svolítið og halda ball í Jónshúsi á vegum FEBG.

Við ætlum að dansa og gleðjast föstudaginn 25. mars kl. 20. Pálmar Ólason og hljómsveit leika fyrir dansi og nú er um að gera að skella sér í fjörið og dansa.

Það er fátt heilnæmara og eykur okkur gleði að dansa Í Jónshúsi félagsmiðstöð eldri borgara í Garðabæ.

Mætum öll og njótum Góunnar föstudaginn 25. mars. Húsið opnar kl. 19.30. Léttar veitingar á vægu verði.

Garðbæingar og nærsveitarmenn og konur, hjartanlega velkomin.
Stjórn FEBG