Vorferð á vegum FEBG

Farið verður í tveggja daga ferð um Suðurland 17.-18. maí á vegum félags eldriborgara í Garðabæ.

Brottför frá Jónshúsi kl. 9.00 og Garðatorgi kl 9.15.  Ekið sem leið liggur frá Garðabæ um Suðurland.  Við fáum dásamlega tómatasúpu og kaffi í hádeginu í Friðheimum.   Við áætlum að skoða Skálholt.  Þessu næst er ekið sem leið liggur á Hvolsvöll og við förum í safnaskoðun í  Lava Centre – eldfjallasafnið. Þessu næst ekið á Selfoss og  gisting í tveggja manna herbergi, þriggja rétta kvöldverður og morgunverður á Hótel Selfossi.

Næsta dag verður svo skoðunarferð um nágrennið. Kvöldverður í Hveragerði. Heimkoma  er áætluð í Garðabæ kl. ca 20.30.  Fararstjóri í ferðinni er Sigurbergur Árnason leiðsögumaður. Verð á mann er kr 29.200 og miðað er við gistingu í tveggja manna herbergi.

Innifalið; rúta, súpa og kaffi í Friðheimum, aðgangur Lava-center, gisting, kvöldverður og morgunverður á Hótel Selfossi, kvöldverður á heimleið og leiðsögn.

Aukagjald fyrir eins manns herbergi 8.000 kr.

Athugið það þarf að bóka eins manns herbergið sérstaklega.  Bókað er í ferðina í gegn um bókunarkerfið Sportabler.

sportabler.com/shop/gardabaer