Gildandi takmarkanir í félagsmiðstöðvum fyrir fullorðna og í félagsstarfi aldraðra

10. nóvember – 8. desember 2021.

 Jónshús

  • Hámarksheimild í Jónshúsi er 500 gestir alls.
  • Hópastarf og viðburðir taka mið af gildandi takörkunum. Virða skal eins metra nálægðarmörk milli einstaklinga í sama rými svo og viðeigandi hámarksfjölda.
  • Áfram skal gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum ss. handþvotti og handsprittun.
  • Grímuskylda er við komu í Jónshús og þar sem ekki er unnt að tryggja eins metra nálægðarreglu. Grímuskylda er einnig á sitjandi viðburðum.
  • Athugið að ekki má koma í félagsstarfið ef einstaklingar:
    • Eru í sóttkví.
    • Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
    • Hafa verið í einangrun vegna Covid-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá því að einangrun lauk.
    • Eru með einkenni sem gætu bent til Covid -19 smits; Hósta, hálssærindi, mæði, niðurgang, uppköst, hita, höfuðverk, kviðverki, beinverki eða þreytu.
  • Spil eru leyfð á borðum, en nota skal grímu ef ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu.

Matur í Jónshúsi:

  • Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 512-1501. Maturinn kemur í bökkum sem hægt er að borða á staðnum eða taka með sér.

Heimsendur matur:

  • Boðið er upp á heimsendan mat fyrir þá sem af heilsufarsástæðum geta hvorki annast matseld sjálfir né komist ferða sinna hjálparlaust til innkaupa. Pantanir á heimsendum mat eru í síma 512-1500 á milli kl. 08-16.00 alla virka daga.

Opið er í Smiðjunni – fylgja skal gildandi takmörkunum vegna Covid 19

Opið er í Litlakoti – fylgja skal gildandi takmörkunum vegna Covid 19