Þriðjudaginn 1. nóvember kl. 13:30 í Jónshúsi, með Elísu Viðarsdóttur, næringarfræðingi og landsliðskonu í fótbolta. 

Hvað þýðir að eiga í heilbrigðu sambandi við mat? Er eitthvað sem heitir fullkomið mataræði?

Í fyrirlestrinum mun Elísa fara yfir leiðir til þess að auðvelda valið þegar kemur að mat og matvælum. Hvernig get ég aukið líkurnar á því að næra mig betur og auka þannig lífsgæði?

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir!