Ályktun aðalfundar Félags eldri borgara í Garðabæ 5. mars 2018

Aðalfundur Félags eldri borgara í Garðabæ haldinn þann 5. mars 2018 skorar á stjórnvöld að endurskoða hækkun lífeyris frá áramótum og hækka hann í 7,2% og fylgja þar með launavísitölu sem ber að fara eftir sem fyrsta valkosti skv. lögum um almannatryggingar í stað þess að miða við verðlagsvísitölu (4,7%).

Fjármagnstekjuskattur er tvísköttun ef ekki þrísköttun og heggur alltof nærri sparnaði eldra fólks sem vill gjarnan eiga varasjóð þegar laun lækka á efri árum.

Ennfremur á að afnema allar skerðingar !