Innanlandsferðir á vegum FEBG árið 2024
Í ár býður félagið upp á fjölbreyttar innanlandsferðir líkt og undanfarin ár. Farið verður á nýjar slóðir í bland við þær hefðbundnu. Í ár verða eftirfarandi ferðir í boði; í maí er ferð á Njáluslóðir. Í júní er ferð til Vestmannaeyja. Í ágúst er ferð um sunnanvert Snæfellsnes og í september er styttri ferð um Akranes, Hvalfjörð og Kjós. Í öllum ferðum er miðað við lágmarksþátttöku 28 manns.
Aðventuferð til Heidelberg 3 – 7. desember 2023
Aðventuferð til Heidelberg er eins og að fara inn í ævintýri. Lega borgarinnar er falleg með hæðum og áin Neckar setur mikinn svip á borgina. Þar eru fallegar byggingar frá miðöldum, elsti háskóli landsins og fjörugar stúdentakrár sem lokka og laða að sér ferðamenn. Það er frábært að kynnast leyndardómum Heideilberg á aðventunni með jólaljós, jólamarkaði, jólatónleika sem fær fólk til að fagna jólahátíðinni.
Fjársjóður Ítalíu: Ferð til Lecce 5. – 9. október 2023
Kynning verður á ferðinni fyrir félaga FEBG þann 27. apríl nk. kl. 16:00 í húsakynnum Úrval Útsýn Hlíðasmára 19, 201 Kópavogi.
Sumarferð um vesturland 22. ágúst
Ferð um vesturland 22. ágúst á vegum FEBG. Brottför frá Jónshúsi kl. 08:30 og Garðatorgi kl. 08:45.