Aðalfundarboð FEBG 4. mars 2024
Aðalfundur Félags Eldri borgara í Garðabæ fyrir árið 2023 verður haldinn mánudaginn 4. Mars 2024 kl. 13.30 í félagsmiðstöð Eldri borgara Jónshúsi að Strikinu 6.
Aðalfundur Félags Eldri borgara í Garðabæ fyrir árið 2023 verður haldinn mánudaginn 4. Mars 2024 kl. 13.30 í félagsmiðstöð Eldri borgara Jónshúsi að Strikinu 6.
Í febrúar verður tekinn inn nýr hópur þátttakenda í Janus heilsueflingu. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á kynningarfundinn.
Prag er einstaklega glæsileg borg! Borg menningar, mennta og lista! Með allar sínar byggingar frá miðöldum óskemmdar, sem kemur til að því að Þjóðverjar hernámu Tékkland í upphafi stríðs og landið slapp við loftárásir. Farnar verða áhugaverðar skoðunar- og gönguferðir.
Í ár býður félagið upp á fjölbreyttar innanlandsferðir líkt og undanfarin ár. Farið verður á nýjar slóðir í bland við þær hefðbundnu. Í ár verða eftirfarandi ferðir í boði; í maí er ferð á Njáluslóðir. Í júní er ferð til Vestmannaeyja. Í ágúst er ferð um sunnanvert Snæfellsnes og í september er styttri ferð um Akranes, Hvalfjörð og Kjós. Í öllum ferðum er miðað við lágmarksþátttöku 28 manns.
Kynntar verða fjórar innanlandsferðir á vegum FEBG á árinu 2024.
Félagsstarf eldri borgara í Garðabæ. Ný stundaskrá er komin út fyrir 2024.
Vatnsleikfimi er eitt af því besta sem þú getur gert fyrir líkamann. Æfingar í vatni eru alhliða og aðstoða (og jafnvel flýta fyrir) við meðferð á ýmsum kvillum og / eða koma í veg fyrir þá. Námskeiðin eru einn mánuður í senn og er kennt tvisvar í viku.
Stjórn FEBG þakkar félagsmönnum einar ljúf samskipti á árinu sem er að líða og óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla, farsældar og friðar á komandi ári.
Þorrablót FEBG verður haldið í Jónshúsi laugardaginn 27. janúar 2024.
Það er komið að hinu frábæra jólabingói. Þetta árið ætlum við að halda jólabingó í Jónshúsi föstudaginn 15. desember kl. 13:00.
Kæru félagar í FEBG. Hugur okkar allra er með íbúum Grindavíkur þessa dagana. Við erum tilbúin að leggja lið gerist þess þörf. Hvetjum alla eldri borgara úr Grindavík og eru tímabundið með aðsetur í Garðabæ að koma í Jónshús, félags-og íþróttastarf eldri borgara í Garðabæ og eiga stund með okkur. Jafnframt eru þau velkomin í félags - og íþróttastarfið á vegum FEBG.
Jónshús kynnir: Úrval Útsýn skemmtun fimmtudaginn 23. nóvember 2023 kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:30.
FEBG hefur fengið Þorvald Þórðarson til að segja frá eldshumbrotunum á Reykjanesi þann 9. nóvember kl. 15:30 í Jónshúsi.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2023. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi með því að synda. Átakið var formlega sett á laggirnar árið 2021 og fer nú fram í þriðja skipti.
Jólahlaðborð FEBG verður haldið í Jónshúsi laugardaginn 9. desember nk. Húsið opnar kl. 18:30 og borðhald hefst kl. 19:00.
Við ætlum að dansa og gleðjast laugardaginn 28. október á dansiballi í Jónshúsi á vegum FEBG. Miðaverð kr. 2000.
Æfingarnar fara fram í Ásgarði á þriðjudögum kl. 13:00 - 14:00 og fimmtudögum kl. 11:15 - 12:15. Allir velkomnir.
Námskeið í sögulestri hefst þann 3. október og fer fram í Jónshúsi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:00 - 15:00. Námskeiðið stendur í 8 vikur.
Fimmtudaginn 7. september kl. 14:30 verða Sævar Þór og Bára frá Janusi Heilsueflingu í Jónshúsi. Létt spjall um hvernig við getum aukið lífsgæðin á efri árum.
Nú er rétti tíminn til þess að skrá sig í eitthvað af þeim fjölbreyttu námskeiðum sem í boði eru. Öll námskeið á vegum FEBG eru bókanleg í sportabler.com/shop/gardabaer/febg.