FUNDARGERÐ AÐALFUNDAR FEBG 2021
Aðalfundur Félags eldri borgara í Garðabæ var haldinn í Jónshúsi mánudaginn 7. Júní 2021 kl. 13.30
Formaður félagsins, Stefanía Magnúsdóttir, setti fund og bauð félaga og gesti velkomna. Gestir fundarins voru Gunnar Einarsson, bæjarstjóri, Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar, Svanhildur Þengilsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Garðabæjar og Helgi Pétursson, nýkjörinn formaður Landssambands eldri borgara.
Formaður lagði til að Ástbjörn Egilsson tæki að sér fundarstjórn og var það samþykkt.
Fundarstjóri lagði til að Lára Kjartansdóttir tæki að sér fundarritun og var það samþykkt.
Gengið var til aðalfundarstarfa:
- Skýrsla stjórnar
Formaður félagsins, Stefanía Magnúsdóttir, flutti skýrslu stjórnar um starfssemi félagsins á liðnu starfsári. Minntist látinna félaga og bað viðstadda að votta þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. Skýrsla stjórnar fylgir með fundargerðinni.
- Ársreikningar félagsins
Gjaldkeri félagsins, Guðlaug Ingvarsdóttir, skýrði frá og las upp reikninga félagsins 2020.
Rekstrartekjur félagsins urðu 4.448.544 á árinu og rekstrargjöld 3.413.932. Hagnaður ársins var því kr. 1.034.612. Efnahagsreikningur félagsins sýnir eigið fé kr. 8.322.216.
- Fyrirspurnir og umræður urðu engar og því skýrsla og ársreikningarnir samþykktir með handaruppréttingu. Enginn á móti.
- Árgjald félagsins
Borin upp tillaga um að árgjald FEBG fyrir árið 2021 sé óbreytt eins og undanfarið ár.
Formaður útskýrði að vegna covid faraldursins og fjöldatakmarkana hefði ekki verið hægt að hafa aðalfundinn fyrr en nú. Hins vegar runnu félagsskírteinin út þann 31. Mars s.l. og þurfti því að gefa út ný. Stjórn ákvað því að hafa árgjaldið óbreytt en aðalfundur þarf þó að samþykkja þann gjörning.
Fundarstjóri bar því upp til samþykktar að árgjaldið yrði óbreytt eða 2.500 kr. Það var samþykkt með handaruppréttingu.
- Kosningar
Kosning formanns. Fundarstjóri kynnti að Stefanía Magnúsdóttir, formaður félagsins hefði gegnt því starfi í 5 ár og gæti því ekki gefið kost á sér. Tillaga lægi fyrir um Laufeyju Jóhannsdóttur sem nýjan formann og ef engin mótframboð væru þá væri hún sjálfkjörin. Samþykkt með lófaklappi.
Kosning annarra stjórnarmanna. Núverandi stjórn gefur kost á sér að undanskilinni Guðlaugu Ingvarsdóttur. Finnbogi Aðalsteinsson gefur kost á sér í aðalstjórn í stað hennar. Samþykkt með lófaklappi. Í aðalstjórn sitja því, auk formanns, Kolbrún Thomas, Hildigunnur Hlíðar, Sigurður Símonarson og Finnbogi Aðalsteinsson.
Kosning varamanna. Sigurður B. Ásgeirsson og Jón Gunnar Pálsson gefa kost á sér áfram. Tillaga um Láru Kjartansdóttur í stað Laufeyjar Jóhannsdóttur. Samþykkt með lófaklappi.
Kosning skoðunarmanna reikninga. Daði Guðmundsson og Gunnar Gunnlaugsson gefa kost á sér áfram og Ástbjörn Egilsson til vara. Samþykkt með lófaklappi.
- Önnur Mál
Anna Möller tók til máls og ræddi um að ánægjulegt væri að kynnast starfi eldri borgara og hlakkaði til að frekari þátttöku.
Vigdís Erlingsdóttir tók næst til máls. Byrjaði á að þakka fyrir gott starf. Ræddi um breytingar sem heyrst hafi að séu framundan m.a. að Kaffiveitingar yrðu frá kl 13-30 til 14.30 í stað kl.14-15.30. Hún spurði fyrir hvern þessi breyting væri gerð og taldi það ekki vera fyrir notendur Jónshúss. Hún kom einnig með tillögu um að hleypt væri fyrr í bridge-spil eða strax að loknu stólajóga, ekki veitti af meiri tíma þar. Ræddi einnig handavinnuna og breytingu þar á sem ekki væri til bóta og félagsvistina á föstudögum sem hefur heyrst að eigi að færa yfir á þriðjudaga og ekki í samráði við félagsmenn. Spurði hvort félagsmenn hefðu ekkert að segja með þessar breytingarnar. Bað nýja stjórn að fara vandlega yfir þessar aðfinnslur og færa til betri vegar.
Björg Fenger tók næst til máls. Þakkaði fyrir boðið. Rifjaði upp samtal við Gunnar Einarsson bæjarstjóra varðandi heilsueflingu eldri borgara og upplýsti að heilsuefling væri komin undir tómstunda og iþróttaráð. Samstarfssamningur bæjarins við eldri borgara ætti að styrkja starfið og fjölbreytni í því og væri grunnstoð samfélagsins. Þakkaði fráfarandi formanni fyrir gott samstarf, óskaði nýkjörnum formanni til hamingju og hlakkar til samstarfsins.
Gunnar Einarsson bæjarstjóri tók til máls og sagði að öllum þeim athugasemdum, sem fram hefðu komið, yrði komið í lag. Fagnaði kosningu Laufeyjar og hlakkaði til samstarfsins. Björg Fenger væri orðin forseti bæjarstjórnar og að hann vænti mikils af henni. Framlag bæjarins til starfsins hafi verið aukið og best væri að stjórn félagsins ákveði hvernig það verði nýtt. Kynnti að nú yrði skrifað undir samninginn og minnti á að kosningar væru framundan. Gunnar afhenti síðan fráfarandi formanni blómvönd með þökk fyrir góð störf. Afhenti einnig Guðlaugu gjaldkera gjöf með þökk fyrir hennar góða starf.
Næst kynnti fundarstjóri nýjan formann Laufeyju Jóhannsdóttur sem tók til máls. Hún þakkaði traustið og sagði að ekki væri auðvelt að koma í spor Stefaníu sem hefði staðið sig svo vel. Árnaði henni óska og vonaðist til að geta leitað til hennar. Laufey ræddi um starfið með tilliti til Covid og hvernig til hefði tekist. Hreyfing og lýðheilsa er mikilvæg, gönguferðirnar sem og önnur heilusefling. Mikilvægt væri að fá aðgang að nýja íþróttahúsinu. Aldursskipting í Garðabæ er að breytast og hlutfall eldri borgara að aukast. Ræddi um mikilvægi Janusar verkefnisins og að samþætta málefni aldraðra í eitt ráðuneyti. Færði því næst Stefaníu fráfarandi formanni og Guðlaugu gjaldkera blómvendi með þökk fyrir þeirra góðu störf undanfarin ár.
Fundarstjóri þakkaði Laufeyju og kynnti Helga Pétursson, nýkjörinn formann Landssambands eldri borgara, til máls
Helgi ræddi um breytingu sem lægi í loftinu og hvernig ráðamenn þjóðarinnar virtust ekki hafa gert ráð fyrir þessum stækkandi hóp eldri borgara. Sagði frá ársfundi LEB og ályktunum sem voru samþykktar þar og kynnti efni þeirra og hindranir sem væru í kerfinu. Starfslok ættu að miðast við færni en ekki aldur. Heilsugæsla verði miðpunktur í umönnun. Vantar millistigið frá heimili til hjúkrunarheimilis. Þarf að sameina heimasíður félaga eldri borgara. Fullt af spennandi verkefnum framundan. Ræddi um fjölda fólks 67 ára og eldri og minnti á að við hefðum öll kosningarétt. Ályktunum LEB hafi verið dreift til stjórnmálamanna.
Fundarstjóri þakkaði Helga fyrir. Sagði að það væri komið að lokum síns hlutverks og bað Stefaníu að taka við.
Fráfarandi formaður þakkaði fyrir blómin og flutti lokaorð. Hún þakkaði fundarstjóra fyrir góða fundarstjórn og þakkaði öllu stjórnarfólki, sem hún hefur starfað með, fyrir vel unnin störf. Þakkaði Hildigunni Hlíðar sérstaklega fyrir stólajóga sem hún hefur séð um og Guðlaugu fyrir vel unnin störf. Þakkaði einnig Kolbrúnu, Sigurði Sím og Jóni Gunnari fyrir utanumhald í bridge o.fl. og svo Laufeyju, sem væri kjarnakona, og sagðist glöð yfir að hún væri að taka við. Þakkaði einnig konunum í Jónshúsinu fyrir gott starf. Kynnti síðan að nú væri komið að kaffiveitingum og bað fundargesti að gjöra svo vel.
Fundi slitið 14.40
Lára Kjartansdóttir fundarritari
Myndin með fréttinni er af nýrri stjórn félagsins.
Fráfarandi Stjórn: