Haustferð um Reykjanesið 27. september 2021

Farið verður í ferð um Reykjanesið 27. september nk

Lagt verður af stað frá Jónshúsi kl. 13.00 og frá Garðatorgi 13.15.

Farið sem leið liggur um Hafnarfjörð og ekið að Kleifarvatni, að Seltúni og hverasvæðið skoðað. Ef veður er gott er möguleiki að sjá að nýju eldstöðvunum við Fagradalsfall og sjá nýju hraunbreiðurnar sem myndast hafa við eldsumbrotin í námunda við Grindavík. Farið í heimsókn í Víkingasafnið með leiðsögn og safnið skoðað jafnframt eru kaffiveitingar á safninu. Þessu næst er farið í Kálfatjarnarkirkju og munum við fá leiðsögn um kirkjuna og nágrenni hennar. Að lokum er farið um Vogana og Vatnsleysuströndina og fáum fróðleik um svæðið frá Sigurði Símonarsyni sem er staðháttum kunnugur.

Áætluð heimkoma er um kl. 17.30 Verð á ferðinni fyrir mann er kr. 5.000 og innifalið er akstur, aðgangur að safninu, leiðsögn, kaffi og meðlæti í Víkingasafninu.

Skráning fer fram á skráningarsíðunni klifid.is/skraning/eldriborgarar/Reykjanes

Ferðalýsing í PDF