Dagsferð til Stykkishólms 24. ágúst 2022
Lagt verður af stað frá Jónshúsi kl. 09.00 og u.þ.b. 09.10 frá Garðatorgi.
Ekið sem leið liggur í Borgarnes og stoppað í Skallagrímsgarði.
Garðurinn skoðaður og smá nestisglaðningur.
Ekið sem leið liggur að Borg á Mýrum virðum fyrir okkur Sonatorrek eftir Ásmund Sveinsson.
Áfram ekið um Mýrarnar og virðum fyrir okkur Eldborgina, áfram ekið að Breiðabliki en þar er Gestastofa Snæfellsness og hliðið að Snæfellsnesi.
Þessu næst er stoppað um kl. 12.00 að Rjúkanda og þar verður boðið upp á rjúkandi súpu, brauð og kaffibolla.
Eftir súpuna er ekið Vatnaleiðina og í Bjarnarhöfn ekið um Bersekkjahraun.
Í Bjarnarhöfn fáum við upplýsingar um hákarlaverkun um leið og við skoðum safnið og smökkum á dýrðinni.
Að lokinni heimsókninni í Bjarnahöfn er ekið og komið í Stykkishólm. Frjáls tími til þess að skoða Norska húsið, Eldfjallasetrið eða Vatnasafnið. Rölta um bryggjurnar og skoða framkvæmdir í Súgindisey.
Þessu næst ekið að Hótel Stykkishólmi kl 18.00 og snæddur tvírétta kvöldverður með kaffi á eftir.
Um 19.45 er gert ráð fyrir að leggja af stað heimleiðis. Gert er ráð fyrir að koma til baka í Garðabæ kl 22.30
Heildarkostnaður er kr 16.500 á mann.
Innifalið er akstur, aðgangur að söfnum, morgunnasl, súpa í hádegi, kvöldverður.
Bókað beint í https://www.sportabler.com/shop/gardabaer/febg
Stjórn FEBG