Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur – standardar í toppflutningi
Laugardagur 27. apríl – Jónshús, Strikið 6, kl 14:00
Ein af okkar allra bestu jazzsöngkonum flytur hefðbundinn og aðgengilegan jazz ásamt fríðu föruneyti.
Kristjana Stefánsdóttir: söngur, Tómas Guðni Eggertsson: píanó, Þórður Högnason: kontrabassi, Birkir Freyr Matthíasson: trompet
Ókeypis aðgangur, allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Jazzhátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar. Listrænn stjórnandi er Sigurður Flosason tónlistarmaður. Tónleikarnir í Jónshúsi eru í samvinnu við Félags eldri borgara í Garðabæ.