Ferðalýsing
Fararstjóri Lilja Hilmarsdóttir
Aðventuferð til Heidelberg er eins og að fara inn í ævintýri. Lega borgarinnar er falleg með hæðum og áin Neckar setur mikinn svip á borgina. Þar eru fallegar byggingar frá miðöldum, elsti háskóli landsins og fjörugar stúdentakrár sem lokka og laða að sér ferðamenn. Það er frábært að kynnast leyndardómum Heideilberg á aðventunni með jólaljós, jólamarkaði, jólatónleika sem fær fólk til að fagna jólahátíðinni.
3.desember
Flogið með Icelandair kl 07:40 til Frankfurt. Lent kl 12:05. Rúta ekur okkur á hótel í Heidelberg, ca 1 klst akstur, Hotel Leonardo 4* https://www.leonardo-hotels.com/heidelberg/leonardo-hotel-heidelberg-city-center 4 nætur með morgunverði í rúmgóðum herbergjum og mjög vel staðsett. Sameiginlegur kvöldverður að loknu rölti um nágrennið.
4.desember
kl 10.00 að loknum morgunverði verður farið í 3 klst skoðunarferð í rútu um borgina sem er talin með fegurstu borgum Evrópu. Oft hefur hún verið nefnd borgin með hjartað. Stoppað verður við aðal kennileiti borgarinnar, kastalann þar sem er að finna stærstu víntunnu Evrópu. Þeir sem vilja fá sér drykk ! ! Síðan er ekið vítt og breitt um borgina. Síðdegið er frjálst og upplagt að kanna lengstu göngugötu Evrópu – Hauptstrasse.
5.desember
kl 10:00 að loknum morgunverði verður farið í heils dags ferð til Rothenburg við Ob der Tauber, sem er best varðveitta miðalda borg Evrópu með aðeins 15 þús íbúa. Ekki nema von að hluti Harry Potter mynda hafi verið tekin þar. Við munum njóta dagsins í fallegum jólabúðum, jólamörkuðum og gönguferðum um borgina – ásamt vínsmökkun og þess fjölbreytta sem fyrir augu ber.
6.desember
kl 10:00 að loknum morgunverði er í boði ca 2 klst gönguferð. Annars frjáls dagur. Farið um kvöldið í jólamat á hina frægu stúdentakrá Rote Oxe með tilheyrandi tónlist og fjöri.
7.desember
Heimför. Farið frá hóteli uþb kl 09:45 með rútu til Frankfurt-flugvallar.
Pakkaverð er kr 163.800.- pr mann.
Innifalið er flug með Icelandair og 23 kg taska + 10 kg handfarangur pr mann. Gisting á Leonardo Hotel 4* í 4 nætur með morgunverði. Akstur, – til og frá flugvelli og skoðunarferð um borgina. Gönguferðir og fararstjórn Lilju Hilmarsdóttur. Dagsferðin til Rothenburg er valkvæð og kostar 55 Evrur pr mann og greitt á staðnum. Máltíðir eru ekki innifaldar,nema morgunverður alla dagana.