Ferð á Njáluslóðir 15. maí
Dagsferð þar sem Sigurbergur Árnasón leiðsögumaður fer með okkur á slóðir Hallgerðar Langbrókar og Njálsbrennu. Brottför frá Jónshúsi kl. 08:30.
Ferð FEBG til Vestmannaeyja 10. júní
Ferð til Vestmannaeyja 10. júní með brottför frá Jónshúsi kl. 07:30. Fararstjóri er Engilbert Gíslason.
Ferð FEBG til Madeira 29. október – 5. nóvember 2024
Komdu með FEBG í spennandi ferð til portúgölsku eyjunnar Madeira. Eyjan hefur ótrúlega margt upp á að bjóða og saga hennar er afar forvitnileg.
Vorferð til Prag 5 – 9 maí 2024
Prag er einstaklega glæsileg borg! Borg menningar, mennta og lista! Með allar sínar byggingar frá miðöldum óskemmdar, sem kemur til að því að Þjóðverjar hernámu Tékkland í upphafi stríðs og landið slapp við loftárásir. Farnar verða áhugaverðar skoðunar- og gönguferðir.