Félagsskírteni FEBG orðin stafræn!
Nú hafa félasgjöld í FEBG verið send til innheimtu og ættu allir félagar að hafa fengið rukkun í heimabankann sinn. Gömlu félagsskírteini eru útrunnin og komið að því að gefa út ný.
Í ár höfum við tekið upp þá nýbreytni að gefa félagsskírteinið okkar út í stafrænu formi. En stafræn skírteini eru geymd í “veskis-öppum” á snjallsímum. Hægt er að geyma og nota stafræna skírteinið okkar í appinu Apple Wallet og íslenska appinu SmartWallet (Snjallveskið).
Stafræn kort eru mun umhverfisvænni, ódýrari í framleiðslu og útsendingu en plast- eða pappakort. Við vonumst eftir því að félagsmenn taki þessari nýbreytni vel og njóti afslátta sem kortin veita.
Fyrir þá sem ekki geta nýtt sér stafrænu kortin er enn hægt að fá plastkort á skrifstofu félagsins.
Fljótlega fá þeir sem eru með skráð netföng hjá FEBG sendan póst með nánari upplýsingum um rafrænu kortin en ný útprentuð kort verður því miður ekki hægt að fá fyrr en í kringum mánaðarmót.
Þeir félagar sem hafa skipt um netfang frá því þeir skráðu sig í félagið mega gjarnan senda okkur nýja netfangið á skraning@febg.is.