Kæru félagar í FEBG,

Nú líður senn að lokum árs sem hefur verið mjög starfssamt hjá Félagi eldri borgara í Garðabæ og mikill fjöldi tekið þátt í því sem í boði hefur verið. Þegar þetta er skrifað eru skráðir félagar í FEBG rétt tæplega 2200.

Mjög ánægjulegt er að vita hvað áhugi fyrir félaginu hefur aukist síðustu ár enda er öflugt starf í félaginu. Síðast liðið vor var tekin upp sú nýbreytni að gefa út rafræn félagsskírteini sem mjög margir hafa nýtt sér. Áfram verða plastskírteinin þó gefin út fyrir alla sem það vilja.

Eitt er þó það sem vekur áhyggjur okkar í félaginu og það er að því miður eru allt of margir skráðir félagar sem ekki hafa greitt árgjald sitt fyrir árin 2023 og 2024 sem er slæmt einkum þar sem öll félög eldri borgara greiða ákveðna upphæð árlega af hverjum skráðum félaga til Landssambands eldri borgara.

Ákvörðun hefur því verið tekin að fella af skrá þá félaga nú um áramót, sem ekki hafa greitt félagsgjald sitt sem gefið var út 15.4.2024 og fyrr. Það er því um að gera að ganga frá félagsgjöldunum fyrir árið og taka þátt af krafti í öflugu félagsstarfi komandi árs.

Félagsstarfið fer nú í frí fram yfir áramót en hefst aftur í annarri viku janúar 2025.

Megi árið 2025 verða ykkur að gæfu og gengi 🎉