Aðalfundur félags eldriborgara í Garðabæ var haldinn 28. Febrúar sl. í Miðgarði
(nýja fjölnota íþróttahúsinu í Vetrarmýri)
Dagskrá var hefðbundin, aðalfundarstörf. Stefanía Magnúsdóttir var fundarstjóri og Lára Kjartansdóttir fundarritari. Laufey Jóhannsdóttir fór yfir skýrslu stjórnar. Lagðir voru fram og samþykktir ársreikningar.
Samþykkt að árgjaldið verði óbreytt 2.500 kr. Á næstu dögum verða greiðslubeiðnir um árgjald sendar til Íslandsbanka og munu birtast fljótlega í heimabanka félagsmanna í FEBG.
Sigurður R Símonarson hefur verið 5 ár í stjórn og Sigurður B Ásgeirsson óskaði eftir að víkja úr stjórn. Luku þeir stjórnarstörfum í FEBG það þessu sinni. Laufey Jóhannsdóttir var endurkjörinn formaður. Hildigunnur Hlíðar og Kolbrún Tomas kosnar áfram í stjórn, Anna R Möller og Engilbert Gíslason kjörin ný í stjórn. Varamenn í stjórn eru Lára Kjartansdóttir, Jón Gunnar Pálsson og Finnbogi Alexandersson.
Önnur mál;
Janus Guðlaugsson sagði frá velgengni verkefnisins Um Heilsueflingu. Björg Fenger forseti bæjarstjórnar og formaður ÍTG óskaði félaginu til hamingju með árangur starfsins. Gunnar Einarsson bæjarstjóri þakkaði afar farsælt og gott samstarf liðinna ára. Helgi Pétursson formaður LEB sagði frá samstarfi félaganna á landsvísu.
Laufey þakkaði Sigurði R Símonarsyni og Sigurði B. Ásgeirssyni fyrir gæfurík störf í þágu FEBG. Bauð nýja stjórn velkomna til starfa og þakkaði í lokin Kristínu Árnadóttur fyrir frábær störf við félagsvist, bingo og fjölbreytt stjórnarstörf í þágu FEBG
Í lokin bauð stjórn fundargestum í bollukaffi að afloknum aðalfundar störfum. Fundargestir skoðuðu svo í lokin aðstöðuna og hin glæsilegu húsakynni Miðgarðs.
Stjórn FEBG
2022 Fundargerð Aðalfundar FEBG
2022 Skýrsla Stjórnar frá Aðalfundi FEBG