Félag eldri borgara Garðabæ

Félag aldraðra í Garðabæ er opið öllum þeim sem eru 60 ára og eldri. Félagið kemur að margvíslegum hagsmunamálum eldri borgara, auk þess að bjóða upp á skemmtanir og ferðir ásamt íþrótta- og tómstundastarfi í samvinnu við Jónshús.

Á vefsíðu félagsins má finna fréttir, dagskrá, upplýsingar um ferðir og hin ýmsu málefni sem félagið lætur sig varða.

Það er því um að gera að skrá sig í félagið – og vera með!

Fréttir

1818.04.2024

Stafræn félagsskírteini FEBG

Nú hafa félasgjöld í FEBG verið send til innheimtu og ættu allir félagar að hafa fengið rukkun í heimabankann sinn. Gömlu félagsskírteini eru útrunnin og komið að því að gefa út ný. Í ár höfum við tekið upp þá nýbreytni að gefa félagsskírteinið okkar út í stafrænu formi. En stafræn skírteini eru geymd í “veskis-öppum” á snjallsímum. Hægt er að geyma og nota stafræna skírteinið okkar í appinu Apple Wallet og íslenska appinu SmartWallet (Snjallveskið).

1515.04.2024

Ferð á Njáluslóðir 15. maí

Dagsferð þar sem Sigurbergur Árnasón leiðsögumaður fer með okkur á slóðir Hallgerðar Langbrókar og Njálsbrennu. Brottför frá Jónshúsi kl. 08:30.

1414.03.2024

Páskabingó í Jónshúsi

Hið árlega páskabingó verður haldið í Jónshúsi 22. mars kl. 13.00. Spjaldið kostar 300 kr. Posi verður á staðnum. Glæsilegir vinningar að venju.

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Félagsskírtein FEBG orðin stafræn!

Nú hafa félasgjöld í FEBG verið send til innheimtu og ættu allir félagar að hafa fengið rukkkun í heimabankann sinn. Gömlu félagsskírteini eru útrunnin og komið að því að gefa út ný.
Í ár höfum við tekið upp þá nýbreytni að gefa félagsskírteinið okkar út í stafrænu formi. En stafræn skírteini eru geymd í “veskis-öppum” á snjallsímum. Hægt er að geyma og nota stafræna skírteinið okkar í appinu Apple Wallet og íslenska appinu SmartWallet (Snjallveskið).

Stafræn kort eru mun umhverfisvænni, ódýrari í framleiðslu og útsendingu en plast- eða pappakort. Við vonumst eftir því að félagsmenn taki þessari nýbreytni vel og njóti afslátta sem kortin veita.

Fyrir þá sem ekki geta nýtt sér stafrænu kortin er enn hægt að fá plastkort á skrifstofu félagsins.

Fljótlega fá þeir sem eru með skráð netföng hjá FEBG sendan póst með nánari upplýsingum um rafrænu kortin en ný útprentuð kort verður því miður ekki hægt að fá fyrr en í kringum mánaðarmót.

Þeir félagar sem hafa skipt um netfang frá því þeir skráðu sig í félagið mega gjarnan senda okkur nýja netfangið á skraning@febg.is.
... Sjá meiraSjá minna

2 days ago
Sérstök messa fyrir okkur eldri borgara verður í Vídalínskirkju næsta sunnudag 21.4. kl. 11:00. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar og Baldvin Jónsson flytur hugvekju.
Garðakórinn syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar.
Eftir messuna er boðið upp á messukaffi í safnaðarheimilinu. Þar verður einnig kökubasar Kórs Vídalínskirkju en kórinn er að safna fyrir kórferðalagi til Ungverjalands í júní.
Það er aldrei að vita nema kórarnir taki síðan lagið saman!

Sérstök messa fyrir okkur eldri borgara verður í Vídalínskirkju næsta sunnudag 21.4. kl. 11:00. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar og Baldvin Jónsson flytur hugvekju.
Garðakórinn syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar.
Eftir messuna er boðið upp á messukaffi í safnaðarheimilinu. Þar verður einnig kökubasar Kórs Vídalínskirkju en kórinn er að safna fyrir kórferðalagi til Ungverjalands í júní.
Það er aldrei að vita nema kórarnir taki síðan lagið saman!
... Sjá meiraSjá minna

2 days ago
„Fimir á ferð er hópur sem ætlar að hittast kl 10:00,  2. og 4. þriðjudag í mánuði frá því núna í lok apríl og fram á haust. Þetta er viðbót við gönguhópinn sem fer á hverjum degi kl. 10:00 frá Jónshúsi. Stefna hópsins er að fara í lengri göngur bæðin innan og utan Garðabæjar. Eins og með daglegar göngur eru allir velkomnir.
Dagskrá til júlíloka:

30. apr. Ganga frá Jónshúsi
14. maí Gufunes
28. maí Hvaleyrarvatn
11. júní Fossvogskirkjugarður
25. júní Vífilsstaðavatn – Gunnhildur
9.  júlí Búrfellsgjá
23. júlí Elliðaárdalur

„Fimir á ferð" er hópur sem ætlar að hittast kl 10:00, 2. og 4. þriðjudag í mánuði frá því núna í lok apríl og fram á haust. Þetta er viðbót við gönguhópinn sem fer á hverjum degi kl. 10:00 frá Jónshúsi. Stefna hópsins er að fara í lengri göngur bæðin innan og utan Garðabæjar. Eins og með daglegar göngur eru allir velkomnir.
Dagskrá til júlíloka:

30. apr. Ganga frá Jónshúsi
14. maí Gufunes
28. maí Hvaleyrarvatn
11. júní Fossvogskirkjugarður
25. júní Vífilsstaðavatn – Gunnhildur
9. júlí Búrfellsgjá
23. júlí Elliðaárdalur
... Sjá meiraSjá minna

3 days ago

... Sjá meiraSjá minna

6 days ago
Sjá fleiri