Félagsaðild að Félagi Eldri Borgara í Garðabæ
Ef þú gerist félagi í FEBG færðu:
- Þátttaka í mjög öflugu íþrótta- forvarnar og tómstundastarfi á vegum FEBG
- Afslátt hjá hundruðum verslana og þjónustufyrirtækja
- Hagstæð tilboð um ferðalög, innanlands og utan á vegum félagsins
- Ókeypis blaðið Listin að lifa, félagsrit Landssambands eldri borgara
Þjónustubókin og appið á vegum LEB
Hægt er að nýta Þjónustubókina til að fá góðan afslátt hjá fjölda fyrirtækja. Í henni er listi yfir hundruðir verslana og þjónustufyrirtækja sem veita félagsmönnum FEBG afslátt.
Félagsgjald FEBG er 3.000 kr. á mann á ári. ( samþykkt á aðalfundi FEBG 27. febrúar 2023)
Skráðu þig í Félag Eldri Borgara í Garðabæ ef þú ert 60+.
Gefa þarf upp nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og netfang ef til er.
Þú getur skráð þig í FEBG með því að koma á skrifstofuna Stikinu 6 eða hringja í síma á skrifstofutíma, sjá forsíðu.
Auðveldast er að skrá helstu upplýsingar beint inn á heimasíðuna og senda til okkar beint af vefnum.
Þegar umsókn þín er móttekin af FEBG þá sendir bankinn greiðslubeiðni beint til þín í heimabankann. Þegar þú hefur greitt félagsgjaldið þá færðu sent FEBG félagsskírteinið og ert þar með skráð/ur í félagaskrá FEBG.