Málsókn Gráa Hersins

  27.04.2020 Mál Gráa hersins gegn íslenska ríkinu þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur  Þrír félagar úr Gráa hernum, baráttuhópi eldra fólks um lífeyrismál, hafa að beiðni og fyrir hönd samtakanna  höfðað mál á hendur Tryggingastofnun f.h. íslenska ríkisins vegna skerðinga stofnunarinnar á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum. Málshöfðunin er reist á því sjónarmiði [...]

Fundargerð Aðalfundar 2020

Fundargerð Aðalfundar FEBG 2020 Aðalfundur Félags eldri borgara í Garðabæ var haldinn í Jónshúsi mánudaginn 24.febrúar 2020 kl. 13.30. Formaður félagsins,  Stefanía Magnúsdóttir,  setti fund og bauð félaga og gesti velkomna. Gestir fundarins voru   Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landsambands eldri borgara, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri og Svanhildur Þengilsdóttir forstöðumaður stuðnings-og öldrunarþjónustu í Garðabæ. Formaður lagði til að [...]

Skýrsla stjórnar á aðalfundi 2020

Skýrsla stjórnar FEBG til aðalfundar 24. febrúar 2020   Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til aðalfundar Félags eldri borgara í Garðabæ. Sérstaklega býð ég velkomna gesti fundarins sem eru Gunnar Einarsson, bæjarstjóri, Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara og Svanhildur Þengilsdóttir, forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu bæjarins.   Áður en við göngum til starfa [...]

Aðalfundur FEBG 2020

Aðalfundur FEBG verður haldinn í Jónshúsi, Strikinu 6, mánudaginn 24. febrúar kl. 13:30. Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Kaffiveitingar í boði félagsins.

Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur í Jónshúsi

Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur – standardar í toppflutningi Laugardagur 27. apríl – Jónshús, Strikið 6, kl 14:00 Ein af okkar allra bestu jazzsöngkonum flytur hefðbundinn og aðgengilegan jazz ásamt fríðu föruneyti. Kristjana Stefánsdóttir: söngur, Tómas Guðni Eggertsson: píanó, Þórður Högnason: kontrabassi, Birkir Freyr Matthíasson: trompet Ókeypis aðgangur, allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Jazzhátíðin er haldin [...]

Skýrsla Stjórnar á Aðalfundi 2019

Skýrsla stjórnar FEBG til aðalfundar 4. mars 2019   Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til aðalfundar Félags eldri borgara í Garðabæ. Sérstaklega býð ég velkomna gesti fundarins sem eru Gunnar Einarsson, bæjarstjóri, Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara og Ingibjörg Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri málefna eldri borgara hér í bæ.   Áður en við göngum [...]

Fundargerð Aðalfundar 2019

Aðalfundur 4.mars 2019 Aðalfundur Félags eldri borgara í Garðabæ var haldinn í Jónshúsi mánudaginn 4.mars 2019 kl. 13.30. Formaður félagsins,  Stefanía Magnúsdóttir,  setti fund og bauð félaga og gesti velkomna. Gestir fundarins voru Ingibjörg Valgeirsdóttir, forstöðumaður félagsþjónustu Garðabæjar og Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landsambands eldri borgara. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri, sem var upptekin við önnur störf, bað [...]

Áskorun frá FEBG

Aðalfundur Félags eldri borgara í Garðabæ, haldinn þann 4. mars 2019 mótmælir harðlega þeim fáránlegu skerðingum sem viðgangast í almannatryggingakerfinu gagnvart lífeyri úr lífeyrissjóðum. Fundurinn skorar á stjórnvöld að endurskoða þessar skerðingar og færa til betri og réttlátari vegar.

Grunnnámskeið í tölvufærni í Mars

Þriðjudaginn 12. mars byrja annað grunnnámskeið í tölvufærni. Þetta er 12 klst námskeið en kennt verður 12. 14. 19. og 21. mars frá kl 9:00 - 12:00 í Jónshúsi. Kennari er Einar Ísfjörð, sem fékk afbragðsdóma fyrir fyrra námskeiðið. Skráning og nánari upplýsingar í Jónshúsi en einnig er hægt að senda fyrirspurnir í netpósti til [...]

Go to Top